Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 140
140 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
r í k u s t u k o n u r n o r e g s
í mörg ár hefur Grete Faremo verið á listum norskra fjölmiðla yfir áhrifamestu konur landsins. Hún er fimmtug að aldri og á að baki merkilegan feril sem stjórnmálamaður, stjórnandi í fyr-irtækjum - og ekki síst í stjórnum hlutafélaga. Faremo sameinar
ef til vill betur en nokkur annar Norðmaður – karl eða kona – þessa
blöndu af stjórnmálum, opinberum embættum og störfum í atvinnu-
lífinu.
Áhrifamesta konan í sögu Noregs er að sjálfsögðu Gro Harlem
Brundtland. Þar er engin ofar og engin við hliðina. Hún mynd-
aði fyrst svokallaða kvennastjórn í Noregi árið 1986 fyrir Verka-
mannaflokkinn. Þar voru 8 af 17 ráðherrum konur - eða rétt tæpur
helmingur. Aftur myndaði Gro kvennastjórn árið 1990. Þar voru 9
af 19 ráðherrum konur. Ein þeirra var Grete Faremo. Hún var ein
þessara Gro-kvenna sem vöktu athygli allra landsmanna þá. Hún er
enn umtöluð þótt stjórnmálaferlinum sé lokið.
Faremo er lögfræðingur að mennt. Hún er dóttir Osmunds
Faremo, sem var dæmigerður Verkamannaflokksmaður í Noregi.
Tók þátt í andspyrnuhreyfingunni gegn nasistum; sat í fangabúðum
í Þýskalandi; gerðist sveitarstjórnarmaður eftir stríð og svo einn af
leiðtogum flokksins og þingmaður í 20 ár. Það er stundum talað um
fjölskyldurnar 14 í Verkamannaflokknum. Fjölskyldan Faremo er
ein, Harlem er önnur - og enn ein er Stoltenberg.
Þannig séð er Grete Faremo fædd til áhrifa en hún hefur líka
reynst eftirsótt. Hún var ráðherra fram til ársins 1996 þegar Thor-
björn Jagland, þá forsætisráðherra, neyddist til að víkja henni úr
stjórn. Hún hafði verið dómsmálaráðherra og var látin bera ábyrgð
á að lögreglan reyndi að spilla fyrir rannsókn á víðtækum hlerunum.
Þetta þótti mörgum óréttlátt en hún bar hina pólitísku ábyrgð og
hætti í pólitík og hefur aldrei fyrirgefið Jagland.
Að loknum ráðherradómi varð Faremo stjórnarformaður Stóra-
brands og síðan fór hún til Microsoft en hætti þar nú í vor. Ekki
er hún þó atvinnulaus því enginn virðist geta talið upp allar þær
stjórnir sem hún situr í. Hún er stjórnarkona Noregs – en hún er ekki
athafnakona með eigin peninga.
Teljum nokkur félög Faremos upp: Olíufélagið Statoil/Hydro,
Hydro, Storebrand, Statnett (háspennulínur ríkisins), Elkem (á
meðal annars Járnblendið á Grundartanga), Schibsted (útgáfufélag
Aftenpostens), Norfund (þróunarfélag) og auk þess er hún ýmist
stjórnarmaður eða stjórnarformaður í fjölmörgum samtökum.
Grete Faremo var áberandi í stjórnum fyrirtækja áður en kynja-
kvótinn komst á. Eftir það virðist ófáum eigendum hlutafjár hafa
komið það sama til hugar: Við fáum Grete Faremo til að koma í
stjórnina. Og hún þykir klár.
Faremo var þó ekki eina norska kona sem var klár í slaginn þegar
kynjakvótinn komst á um áramót. Þá höfðu 590 konur lokið nám-
skeiði Vinnuveitendasambands Noregs – NHO – fyrir konur með
áhuga á stjórnarsetu. Um áramót höfðu nær 300 þeirra verið beðnar
að taka sæti í stjórnum hlutafélaga.
Áhrif norskra kvenna eru fyrst og fremst komin í gegnum stjórn-
málin. Jafnréttisbaráttan árin eftir 1970 bar meðal annars þann
árangur árið 1983 að þrír stjórnmálaflokkar tóku upp kynjakvóta
við röðun á framboðslista. Við kosningar þá náðu konur 25 prósent
sæta á Stórþinginu og sama hlutfalli í ríkisstjórn. Við síðari kosn-
ingar hefur þetta hlutfall hækkað í um 40 prósent. Kvennastjórn
Gro Harlem Brundtlands árið 1986 færði konum tæpan helming
ráðherrastólanna. Svo hefur verið síðan.
Það er athyglivert að í Noregi kom aldrei fram sjálfstætt kvenna-
framboð eins og á Íslandi. Staða íslenskra kvenna í stjórnmálum
er lakari en norskra kvenna og raunar annarra norrænna kvenna.
Hlutur íslenskra kvenna í ríkisstjórn er nú sá sami og hlutur norskra
kvenna var fyrir kvennastjórn Gro Harlem Brundtlands - eða aðeins
25 prósent.
Grete Faremo, fyrrum ráðherra úr ríkis-
stjórnum Gro Harlem Brundtlands:
stjórnarkona
noregs
Grete Faremo.