Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 140

Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 140
140 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 r í k u s t u k o n u r n o r e g s í mörg ár hefur Grete Faremo verið á listum norskra fjölmiðla yfir áhrifamestu konur landsins. Hún er fimmtug að aldri og á að baki merkilegan feril sem stjórnmálamaður, stjórnandi í fyr-irtækjum - og ekki síst í stjórnum hlutafélaga. Faremo sameinar ef til vill betur en nokkur annar Norðmaður – karl eða kona – þessa blöndu af stjórnmálum, opinberum embættum og störfum í atvinnu- lífinu. Áhrifamesta konan í sögu Noregs er að sjálfsögðu Gro Harlem Brundtland. Þar er engin ofar og engin við hliðina. Hún mynd- aði fyrst svokallaða kvennastjórn í Noregi árið 1986 fyrir Verka- mannaflokkinn. Þar voru 8 af 17 ráðherrum konur - eða rétt tæpur helmingur. Aftur myndaði Gro kvennastjórn árið 1990. Þar voru 9 af 19 ráðherrum konur. Ein þeirra var Grete Faremo. Hún var ein þessara Gro-kvenna sem vöktu athygli allra landsmanna þá. Hún er enn umtöluð þótt stjórnmálaferlinum sé lokið. Faremo er lögfræðingur að mennt. Hún er dóttir Osmunds Faremo, sem var dæmigerður Verkamannaflokksmaður í Noregi. Tók þátt í andspyrnuhreyfingunni gegn nasistum; sat í fangabúðum í Þýskalandi; gerðist sveitarstjórnarmaður eftir stríð og svo einn af leiðtogum flokksins og þingmaður í 20 ár. Það er stundum talað um fjölskyldurnar 14 í Verkamannaflokknum. Fjölskyldan Faremo er ein, Harlem er önnur - og enn ein er Stoltenberg. Þannig séð er Grete Faremo fædd til áhrifa en hún hefur líka reynst eftirsótt. Hún var ráðherra fram til ársins 1996 þegar Thor- björn Jagland, þá forsætisráðherra, neyddist til að víkja henni úr stjórn. Hún hafði verið dómsmálaráðherra og var látin bera ábyrgð á að lögreglan reyndi að spilla fyrir rannsókn á víðtækum hlerunum. Þetta þótti mörgum óréttlátt en hún bar hina pólitísku ábyrgð og hætti í pólitík og hefur aldrei fyrirgefið Jagland. Að loknum ráðherradómi varð Faremo stjórnarformaður Stóra- brands og síðan fór hún til Microsoft en hætti þar nú í vor. Ekki er hún þó atvinnulaus því enginn virðist geta talið upp allar þær stjórnir sem hún situr í. Hún er stjórnarkona Noregs – en hún er ekki athafnakona með eigin peninga. Teljum nokkur félög Faremos upp: Olíufélagið Statoil/Hydro, Hydro, Storebrand, Statnett (háspennulínur ríkisins), Elkem (á meðal annars Járnblendið á Grundartanga), Schibsted (útgáfufélag Aftenpostens), Norfund (þróunarfélag) og auk þess er hún ýmist stjórnarmaður eða stjórnarformaður í fjölmörgum samtökum. Grete Faremo var áberandi í stjórnum fyrirtækja áður en kynja- kvótinn komst á. Eftir það virðist ófáum eigendum hlutafjár hafa komið það sama til hugar: Við fáum Grete Faremo til að koma í stjórnina. Og hún þykir klár. Faremo var þó ekki eina norska kona sem var klár í slaginn þegar kynjakvótinn komst á um áramót. Þá höfðu 590 konur lokið nám- skeiði Vinnuveitendasambands Noregs – NHO – fyrir konur með áhuga á stjórnarsetu. Um áramót höfðu nær 300 þeirra verið beðnar að taka sæti í stjórnum hlutafélaga. Áhrif norskra kvenna eru fyrst og fremst komin í gegnum stjórn- málin. Jafnréttisbaráttan árin eftir 1970 bar meðal annars þann árangur árið 1983 að þrír stjórnmálaflokkar tóku upp kynjakvóta við röðun á framboðslista. Við kosningar þá náðu konur 25 prósent sæta á Stórþinginu og sama hlutfalli í ríkisstjórn. Við síðari kosn- ingar hefur þetta hlutfall hækkað í um 40 prósent. Kvennastjórn Gro Harlem Brundtlands árið 1986 færði konum tæpan helming ráðherrastólanna. Svo hefur verið síðan. Það er athyglivert að í Noregi kom aldrei fram sjálfstætt kvenna- framboð eins og á Íslandi. Staða íslenskra kvenna í stjórnmálum er lakari en norskra kvenna og raunar annarra norrænna kvenna. Hlutur íslenskra kvenna í ríkisstjórn er nú sá sami og hlutur norskra kvenna var fyrir kvennastjórn Gro Harlem Brundtlands - eða aðeins 25 prósent. Grete Faremo, fyrrum ráðherra úr ríkis- stjórnum Gro Harlem Brundtlands: stjórnarkona noregs Grete Faremo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.