Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 178
178 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
t e n G s l a n e t h e r d í s a r Þ o r G e i r s d ó t t u r
„Stórgáfuð, sterk, skemmtileg kona, hefur alltaf verið beitt og er enn.
Hún hreif konurnar með sterkri nærveru, auk þess sem hún hvatti
þær til að ganga gegn karlaveldinu og deila reynslu sinni af misrétt-
inu. Þarna varð tengslanetið þekkt fyrir alvöru.“
ráðstefnan haldin á 90 ára afmæli bifrastar
Bifröst fagnar 90 ára afmæli sínu í ár og segir
Herdís gleðiefni að halda ráðstefnuna á afmælis-
árinu. Hún var síðast haldin 2006 en hafði fram
að því verið árviss viðburður. Herdísi tókst að
fá Judith Resnik sem aðalfyrirlesara, en hún er
prófessor við lagadeild Yale og var á þessu ári
útnefnd athyglisverðasti fræðimaðurinn á sviði
lögfræði af Lögmannafélagi Bandaríkjanna.
„Það er mikill ávinningur að fá svona fyrir-
lesara, eins og Judith Resnik. Um leið og til-
kynningin var send út, um að Judith og Maud
de Boer-Buquicchio, annar framkvæmdastjóri
Evrópuráðsins, kæmu, fóru að hrynja inn
skráningar. Þegar ljóst var að Paradísarlaut
yrði of lítil fyrir kvöldverðarveisluna, benti
fjármálastjóri skólans á Hreðavatn og við
fórum þangað á fjórhjóli til að skoða stað-
inn. Þar er fallegur foss sem fellur ofan í
litla ársprænu og þar myndaðist yndisleg
stemning enda veðrið ótrúlegt. Við sátum þarna við varðeldinn,
ungar skáldkonur og pólitíkusar tóku til máls. Svo mættu hátt í 500
konur kl. 9 næsta dag til að hlusta á fyrirlestrana og þar var mikil
stemning.“
Hvert er mikilvægi svona ráðstefnu?
„Konurnar eru ekki aðeins að skiptast
á nafnspjöldum eins og á viðskiptasam-
komu, heldur að efla samstöðuna. Þetta
er ekki sýndarmennska; þær taka höndum
saman og skynja að þetta eru hagsmunir
barna, kvenna og líka karla! Það er mjög
táknrænt hvernig þær finna að við fáum
styrk hver frá annarri og sjá hverju við
áorkum saman. Þær fara upp á fjall, eru
þar blessaðar af kvenpresti, svo talar rithöf-
undur við þær uppi á toppi Grábrókar, sem
er formfagur kulnaður eldgígur, eru saman
úti í móður náttúru og finna þennan kraft
og þessa samkennd. Síðasta Tengslanets-ráð-
stefnan hófst sama dag og Suðurlandsskjálft-
inn reið yfir. Við vorum varaðar við grjót-
hruni, en upp á fjallið fóru þær – og það er
bara eins og konur gera,“ segir Herdís.
Kvöldverðarveislan var haldin við Hreðavatn í yndislegu veðri.
Helga Þórarinsdóttir gaf rétta tóninn.