Frjáls verslun - 01.05.2008, Blaðsíða 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
Y
N
N
IN
G
Herdís Dröfn Fjeldsted, sérfræðingur í fjárfestingum, segir að áhersla Thule Investments liggi aðallega í hátækni, líftækni, orku-
tengdum verkefnum og afþreyingu.
Thule Investmens
Starfsemi Thule Investments felst fyrst og fremst í fjárfestingum og umsýslu fjárfestingarsjóðanna tveggja, Brú
Venture Capital og Brú II Venture Capital
Fund S.C.A. SICAR. Fyrirtækið leggur
áherslu á nýsköpunarfjárfestingar og býr
yfir öflugu teymi með mikla sérfræðiþekk-
ingu í fjármögnun sprotafyrirtækja.
Að sögn Herdísar Drafnar Fjeldsted, sér-
fræðings í fjárfestingum, er Brú II nú stærsti
innlendi fjárfestingarsjóðurinn í nýsköpunar-
fjárfestingum og gegnir því lykilhlutverki á
sínu sviði hérlendis:
„Brú II fjárfestir í óskráðum og ört vax-
andi fyrirtækjum. Fjárfestingarstefna sjóðsins
er ekki bundin við tilteknar atvinnugreinar
og koma því fyrirtæki í hvers kyns rekstri til
greina. Áhersla sjóðsins liggur þó aðallega í
hátækni, líftækni, orkutengdum verkefnum
og afþreyingu. Þótt áherslan sé á íslenskan
markað látum við einnig til okkar taka á
erlendum mörkuðum. Frá því að sjóðurinn
tók til starfa árið 2005 höfum við fjárfest í
fyrirtækjum sem hafa aðsetur á Íslandi, í N-
Ameríku og Evrópu.“
Brú Venture Capital
„Eldri sjóðurinn, Brú Venture Capital, er
aftur á móti sjóður sem hefur lokið fjár-
mögnun þeirra fyrirtækja sem hann hefur
fjárfest í og leitar nú útgönguleiða með
hárri ávöxtun. Mörg efnileg fyrirtæki eru
í eignasafni sjóðsins og má þar nefna hug-
búnaðarfyrirtækin Cadec Global og Pars-
pro. Nýverið innleysti sjóðurinn umtals-
verðan söluhagnað þegar eign sjóðsins í
Enpocket, alþjóðlegu farsímamiðlunarfyrir-
tæki, var seld til NOKIA.“
Nánasta framtíð
„Thule Investments hefur skýra framtíðar-
sýn og við sjáum mörg tækifæri í núverandi
markaðsaðstæðum. Við njótum þess að hafa
nægt fjármagn í Brú II til fjárfestinga auk þess
sem mjög vel hefur gengið að reka sjóðinn Brú
Venture Capital. Það er í eðli öflugra fjárfest-
ingarsjóða að sjá tækifæri jafnt í samdráttar-
sem þensluskeiðum og því er rekstur okkar
mjög spennandi um þessar mundir.“
fjárfest í NýsKöpuN
Nýverið innleysti
Brú Venture Capital
umtalsverðan sölu-
hagnað þegar eign
sjóðsins í Enpocket,
alþjóðlegu farsíma-
miðlunarfyrirtæki,
var seld til NOKIA.
www.thuleinvestments.is