Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 169

Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 169
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 169 a u ð u G u s t u k o n u r b r e t l a n d s á auðmannalista Sunday Times í ár. Hún býr í Sviss, er fyrrum fyrirsæta og giftist Ernesto Bertarelli, erfingja lyfja- fyrirtækis sem hann hefur drifið áfram af krafti. Annað áhugamál Ernestos eru siglingar og America Cup. Þó eiginkonan sigli ekki tekur hún þátt í að skipuleggja veislur og skemmtanir tengdar þessari frægu keppni en helgar sig ann- ars uppeldi þriggja barna þeirra. Eignir hjónanna eru metnar á 5,6 milljarða punda og skila þeim í 6. sæti auðmannalistans. Tina Green er eiginkona Philips Greens, sem er reyndar skreyttur nafnbótinni „sir“ svo hún er lafði. Hann er hálfvegis tengdur íslensku viðskiptalífi þar sem hann keypti Arcadia á sínum tíma – Baugur ætlaði að taka þátt í kaupunum en gekk úr skaftinu vegna málaferlanna eins og kunnugt er. Hjónin búa í Mónakó og hún sést sjaldnar í London en eiginmaðurinn sem er þar í stórrekstri. Tina komst á forsíður viðskiptablaðanna í fyrra þegar arðgreiðsla upp á 1,2 milljarð króna, úr verslanakeðjunni BHS í eigu Green, rann til hennar. Hún er annars ekki tengd rekstrinum en eignirnar, sem Green hefur byggt upp á undanförnum áratugum, eru kenndar við þau bæði. Eignir hjónanna eru metnar á 4,3 milljarða punda og þau eru í 9. sæti auðmannalistans. auðugir erfingjar Hin 53 ára Charlene de Carvalho á bjórþorstanum auð sinn að þakka. Hún er dóttir hins hollenska Freddy Heineken – nafnið segir allt um hvaða fyrirtæki á í hlut – og þegar hann lést 2002 erfði hún eignir hans. Hún býr í London ásamt eiginmanni sínum sem er bankamaður. Hún situr í stjórn Heineken og eiginmaðurinn er í hópi ráðgjafa fyrirtækisins. Hin sænska Kirsten Rausing er barnabarn Ruben Raus- ing sem stofnaði Tetra Pak á sínum tíma á grundvelli snilldar- uppgötvunarinnar að pakka vökva í plasthúðaðan pappa. Ruben átti tvo syni, Hans og Gad, sá síðarnefndi er látinn. Fjölskyldan undi sér ekki í Svíþjóð og flutti til Englands, í og með vegna lægri skatta. Tetra Pak og Alfa Laval runnu saman og úr varð Tetra Laval. Kirsten, dóttir Gads, á helm- ing fyrirtækisins ásamt bróður sínum, Jorn, og deilir með honum 14. sæti auðmannalistans. Hans seldi sinn hluta fyrir rúmum áratug. Fyrir daga rússneskra ólígarka og indverskra stálkónga var Rausingfjölskyldan um tíma auðugasta fjölskylda Bretlands. Sigrid Rausing, dóttir Hans, hefur sett upp góðgerðastofnun yfir sinn auð og gefur árlega 10 millj- ónir punda, einkum til málefna tengdra konum og mannrétt- indum. Sigrid keypti bókaút- gáfurnar Portobello Books og árið 2005 Granta Books og er þar í stjórn. Eignir hennar eru taldar með eignum aldraðs föður hennar og metnar á 5,4 milljarða punda. Sigrid forðast sviðsljósið eins og faðir hennar en nafnið dró að sér athygli þegar bróðir hennar, Hans Kristian, var dreg- inn fyrir dóm í vor fyrir að hafa eiturlyf um hönd. nýr og gamall auður Nú þegar auðmenn eru varaðir við að kvænast nema upp á kaupmála vekur athygli að á pappírnum á Slavica Eccle- stone nokkurn veginn allt sem eiginmaðurinn Bernie hefur unnið sér inn. Strákurinn hætti í skóla eftir skylduna og hugsaði ekki um annað en mótorhjól en stofnaði loks fyrirtæki í kringum Formula 1-keppnina og ýmsar aðrar mótoríþróttir. Hann stóð á fimmtugu þegar hann rakst á króatísku fyrir- sætuna Slavicu. Hún var aðeins 22 ára, rúmlega höfðinu en þrátt fyrir þetta fjölgar enskum auðkonum jafnt og þétt. Þær auðugustu eiga þó flestar eignir með eiginmönnum sínum eða skyldmennum. aðrar hafa auðgast eftir að hafa skilið við auðuga eiginmenn. auðugustu konur bretlands Kirsty Bertarelli .............................. 5,6 milljarðar punda (6) sigrid rausing ............................... 5,4 milljarðar (7) lady Green, ................................... 4,3 milljarðar (9) Charlene de Carvalho ...................... 3,6 milljarðar (13) Kirsten rausing ............................. 3,5 milljarðar (14) slavica ecclestone ......................... 2,4 milljarðar (24) Barónessa Howard de Walden ........ 1,6 milljarðar (44) lafði Grantchester ......................... 1,2 milljarðar (60) Hourieh Peramaa .......................... 1 milljarður (71) ruth Parasol .................................. 763 milljónir (97) ann Gloag ..................................... 720 milljónir (113) Aðrar þekktar konur: Joan rowling (höf. Harry Potter) ...... 560 milljónir (144) elísabet englandsdrottning ............. 320 milljónir (264) Kristy Bertarelli hefur ástæðu til að fagna eigin ríkidæmi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.