Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 172

Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 172
172 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 v a l d a M e s t a k o n a í t a l í u kvæmdastjóri, hefur fyrirtækið farið á flug undanfarin ár. Það hefur fjárfest í stálbræðslum til að tryggja hagkvæmt hráefnisverð en kaupir einnig stál þar sem það fæst ódýrast og best. Marcegaglia hefur iðulega lýst því yfir að fram- leiðsla í Evrópulöndum með dýrt vinnuafl sé ekki glötuð barátta. Evrópsk framleiðslufyrirtæki verði bara að læra á nýja tíma og keppa ekki um verð heldur gæði. Eftir próf í viðskiptafræði frá Bocconi í Mílanó, þekkt- asta viðskiptaháskóla á Ítalíu, fór hún í framhaldsnám til New York og lauk meistaraprófi frá Stern School við New York University. Hún kunni svo vel við sig í New York að fjölskyldan hafði áhyggjur af að hún ætlaði aldrei að koma heim. Hún hefur ekki þurft að sjá eftir að snúa heim en hefur síðar sagt að það hafi tekið sig drjúgan tíma að venjast aftur lífinu heima eftir námsárin í heimsborginni. umsvifakona með erlenda yfirsýn Ítalía er að mörgu leyti mjög sjálfhverft land – og ekki það eina sem er þannig. Ítalir sem hafa búið erlendis kvarta yfir að landar þeirra líti ógjarnan til erlendra fyrir- mynda. Marcegaglia hefur tekið margt með sér frá New York-árunum, ekki síst þekkingu á erlendu og alþjóðlegu viðskiptalífi, sambönd og áhuga á því sem tíðkast annars staðar. Marcegaglia hefur verið í forsvari alþjóðasamtaka ungra iðnrekenda og eins Evrópusamtökum ungs viðskiptafólks. Hún var ein af varaforsetum Confindustria, fór með orku- mál og umhverfismál, en sagði af sér vegna ágreinings. Þegar kom að því að velja nýjan forseta til næstu fjögurra ára kom í ljós að framboð hennar hlaut einróma stuðning félagsmanna sem höfðu tekið eftir skeleggum og upplýstum málflutningi hennar. Stjórnmál á Ítalíu hafa verið, og eru, einstaklega karllæg og sömu sögu er að segja úr viðskiptalífinu. Það setur því sinn svip á umræðuna að formaður Confindustria skuli nú vera kona sem er auk þess ung miðað við aðra umsvifamenn í viðskiptalífinu á Ítalíu. Þar við bætist að Confindustria er miklu meira áberandi í ítalskri umræðu en gengur og gerist með samtök iðnrek- enda í flestum öðrum löndum. Fjölmiðlaumræða á Ítalíu, ekki síst í dagblöðunum, byggist mjög á að alltaf er leitað eftir viðbrögðum margra aðila. Það er næstum sama hvaða mál er til umræðu, þá er einnig leitað álits forseta iðnrek- endasambandsins. Confindustria er gríðarlega áhrifamikill félagsskapur, bæði í viðskiptum og stjórnmálum. Þar sem Marcegaglia er þar í forsvari hefur hún nú mjög oft tækifæri til að viðra skoðanir sínar. viðgangur án sér-ítalskra lausna Þrátt fyrir eindreginn stuðning við framboð hennar má vel vera að boðskapur hennar eigi eftir að koma við kaunin á ýmsum í ítölsku viðskiptalífi og stjórnmálum. Það er áberandi hvað erlend fyrirtæki, til dæmis bankar, hafa átt erfitt uppdráttar á Ítalíu. Hnattvæðing og viðskiptafrelsi eru hugtök sem margir Ítalir taka undir fræðilega séð en þegar kemur að einstökum málum er oft stutt í sér-ítalskar lausnir eins og ríkisstyrki og dulda einokun. Nærtækt dæmi er átökin um flugfélagið Alitalia. Námsdvölin erlendis kenndi Marcegaglia að líka á Ítalíu er hægt að reka fyrirtæki án þessara sér-ítölsku lausna. Hún getur með góðri samvisku bent á eigið fjöl- skyldufyrirtæki sem dæmi um fyrirtæki í góðum rekstri í geira þar sem hnattvæðingin hefur reynst ýmsum ítölsku fyrirtækjum erfið. Sama álítur hún að geti gilt annars emma Marcegaglia er fædd 1965. hún er gift verkfræðingi og á fimm ára gamla dóttur. Fjölskyldufyrirtækið Marcegaglia er stálfyrirtæki. hjá því starfa 6500 manns og fyrirtækið er með framleiðslu á ítalíu, í bretlandi, bandaríkjunum og nú einnig í kína.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.