Gripla - 20.12.2010, Page 175
175VÍSUR OG DÍSIR VÍGA-GLÚMS
hugarraun af þessum sökum og segir í endursögn Jónasar Kristjánssonar:
„Föðurarfur minn hefur heldur en ekki sett ofan; hér skýri ég frá því. Ekki
mun ég enn sitja auðum höndum í bardaga“ (ÍF 9, 20). Ef lesið er munkat
fela lokaorðin í sér beina hótun um mannvíg sem ekkert verður úr í lausa
málinu.
Þriðja vísa sögunnar er aðeins hálf og svohljóðandi:
Halfs eyris met ek hvern
hrísrunn fyr á sunnan.
Vel hafa víðir skógar [M: viðir?]
vargi opt um borgit.
(Skj. AI, 118; sbr. OEM 1940, 27; ÍF 9 1956, 53; M 1987, 135v b26).
Jónas Kristjánsson bendir á í formála sögunnar (ÍF 9, xxiv) að alls óvíst sé
að vísan fjalli um flótta Glúms undan Víga-Skútu, eins og sagan hermi,
enda hljóti þá flóttinn að hafa verið með öðrum hætti en frá er sagt. Skáldið
talar greinilega um flótta sinn, kallar sig varg, úlf, og talar um að oft hafi
víðir skógar eða viðir skógar bjargað sér. Mætti vísan eiga sér einhverja allt
aðra skýringu en sagan segir.
Sjöunda vísa sögunnar er aðeins 6 vísuorð:
Virkis spyrr at verkum
víns hirðis Sif mínum;
erat at manna máli
morð, váru þau forðum.
Liggr, þeim er hrafn of huggar,
hǫrveig, talit gerva
(Skj. AI, 119, sbr. OEM 1940, 42, ÍF 9 1956, 81; M 1987, 139v a11).
Endursögn Jónasar á fyrri vísuhelmingi er efalaus: „Konan spyr að verkum
mínum; nú tala menn ekki um orrustur; þær gerðust forðum.“ Síðustu
vísuorðin getur Jónas sér til að megi skilja „Kona, hermanninum (eftir her-
manninn) liggja að fullu tali…“ og síðan hafi fylgt tala fallinna (ÍF 9, 81
nm.). Turville-Petre hugsaði á öðrum nótum: „for this man the matter rests
fully settled“ (OEM 1940, 79). Má þá bera saman við túlkun Finns
Jónssonar: „for ham som trøster ravnen (mig), ligger fuldstændig talt, kvinde…“