Gripla - 20.12.2010, Page 177
177VÍSUR OG DÍSIR VÍGA-GLÚMS
fyrir að Óðins (Viðris) sækonungur (Vandill) sé fullgild hermannskenning,
en veðr hans sé orusta en stafr orustu sé ,sverð’ eða ,spjót’. Hinn kosturinn
er að vandill sé reyndar sama og vöndr (sbr. sverð Egils, Dragvandill) og
gildir þá skýring Snorra úr Eddu. Að ryðja sér til handa (sbr. í nútímamáli
ryðja sér til rúms) er hreint ekki óaðgengilegt og engin þörf á að sækja les-
brigði í AM 748 I eða Ormsbók.
Síðari helmingurinn er einungis varðveittur í M og vandséð hvernig
skýra mætti án þess að fallast á lagfæringar útgefenda og lesa Várar f. varr-
ar og bendir f. bendiz. Fæst þá ávarpsliðurinn Valþögnis (Óðins) Várar
(gyðju, hér: valkyrju) skíðs (vopns) bendir = hermaður og segist skáldið þá
hafa vegið „breiða jörð með börðum“ úr hendi sér, en um lýsingu jarðarinn-
ar er einatt fylgt skýringu Finns Jónssonar úr Lex. Poet. og eru þá börðin
talin vera allir útnárar bújarðarinnar.
Nú er það hins vegar svo að ytri rök hníga til þess að reyna að sjá í þess-
ari vísu hugmynd um „Valþögnis várar“, tryggð eða traust Óðins. Ef sú til-
gáta Folke Ströms og fleiri er rétt að lesa megi úr sögu Glúms fráhvarf frá
Freysdýrkun til Óðinsdýrkunar (sbr. Ström 1954, 21 o. á.), ætti afskaplega
vel við á þessum stað í vísu og sögu að Glúmur væri að tala um jörð sem
hann hefði setið í trausti Óðins. Eins og textinn er varðveittur er þó ekki
auðhlaupið að þessu og verða ekki gerðar sérstakar tilraunir að þessu
sinni.
Níunda vísa sögunnar (og Glúms) er aðeins skert í M og verður þess
vegna ekki að fullu ráðin. Textinn sem varðveittur er sýnist skynsamlegast
lesinn svona:
… munat enn sælu
menbrjótandi hljóta,
oss kom breiðr í búðir
bǫggr af einu hǫggvi,
þá er, fleymarar, fjóra,
fullkátir vér sátum,
nú er, mógrennir, minna
mitt sex, tigu vetra.
(Skj. AI, 119, sbr. OEM 1940, 47; ÍF 9 1956, 90; M 1987, 252 b8).
Í fyrri vísuhelmingi er greinilega talað um ógæfu sem hlaust af höggi, en í
síðari helmingi um þá tíma þegar hann sat fullkátur og voru einhverjir tugir