Gripla - 20.12.2010, Page 178
GRIPLA178
vetra. Líklega hefur skrifari verið í vafa um hvort þarna ætti að tala um
fjóra eða sex tigu og sýnist sennilegast að misritast hafi við það sex í stað
setr (bæði vegna ríms og samhengis nýtileg orðmynd), en hvernig sem reynt
er að ráða virðist vísan standa á heldur óhönduglegum stað í sögunni, nema
þá skrifari hafi skilið svo að höggið ætti við skriðuna sem féll á bæinn í
Myrkárdal, en þá passar tímatalið engan veginn, því þar hafði Glúmur
aðeins setið tvo vetur.
Síðasta vísa Glúms, og sú síðasta sem fjallað skal um í þessari lotu, er
kveðin þegar sæst hefur verið á víg vinar hans og mágs, Gríms eyrarleggs
„ok unði Glúmr illa við málalok, sem hann kvað í vísu þeiri er hann orti
síðan“ (ÍF 9 1956, 96). Vísan er einungis varðveitt í M og þar sýnist eðlileg-
ast að lesa textann svo:
Illt er á jǫrð of orðit:
aldr bǫlvar mjǫk skaldi,
liðit er mest it meira
mitt líf Héðins drífu,
er óvægins eigi
eyrarleggs fyr seggjum
Gríms í Gǫndlar flaumi
Gefnar má ek of hefna.
(Skj. AI, 120, sbr. OEM 1940, 50, ÍF 9 1956, 96; M 1987, 253 b36).
Vísuna taka þeir eins saman Turville-Petre og Jónas Kristjánsson: „Illt er á
jǫrð of orðit, aldr bǫlvar mjǫk skaldi, líf mitt it meira er mest liðit Heðins
drífu, er ek má eigi hefna óvægins Gríms eyrarleggs í Gǫndlar Gefnar
flaumi fyr seggjum“ (OEM 1940, 86) og endursögn verður þessi: „Illt er
orðið á jörðinni; ellin veldur mér þungu böli; – meiri hluti ævi minnar
hefur mestmegnis liðið í orrustum; – er menn varna mér að berjast til að
hefna hins hrausta Gríms eyrarleggs“ (ÍF 9 1956, 96).
Hér sýnist mér ljóst að mætti allt að einu skýra málsgreinina liðit er mest
it meira mitt líf Heðins drífu svo: „it meira Heðins drífu líf mitt er mest liðit“
þ. e.: „hið glæsta orustulíf mitt er að mestu liðið“. Þar með fæst mun betra
samræmi við setninguna „aldur bölvar mjög skáldi.“ Héðins drífu lífið, bar-
dagalífið, er að baki.
Auk þessa er spurn hvort ekki ætti – með hliðsjón af málnotkun Glúms