Gripla - 20.12.2010, Side 181
181VÍSUR OG DÍSIR VÍGA-GLÚMS
holms ísungs Jǫrð. Báðir virðast Jónas og Turville-Petre sammála um að hér
sé heldur vísað til gyðjunnar Jarðar en jarðarinnar sjálfrar. Þar er að vísu
ekki sjálfdeilt á milli. Þótt Snorri tali um gyðjuna Jörð sem móður Þórs, er
ekki nokkur vafi á að þar er oft leikið að orðum þegar talað er um hann sem
jarðar bur eða jörð er notuð sem stofn í kenningum. Snorri kennir okkur í
prólóg Eddu að jörðin sé lifandi vera, og þar með geta skáldin notað sér
hana í tvíræðum kenningum. Hamingja Glúms á vitanlega skilið að hafa
gyðju í kenningarstofni, en þegar kennt er til hauks hólms, sem þá hlýtur að
vera armleggur, er farið að styttast til þeirrar jarðar, þar sem hólmarnir eiga
heima. Og mér virðist meira en hugsanlegt að boðið sé upp á kenninguna
hauks hólms jörð = kona, en jafnframt leikið á þann strenginn að hún er líka
Jörð = gyðja. Um leið og þessi kostur væri valinn er búið að losa sig úr
ákveðnum vanda með orðmyndina ísungs. Um það orð segir Jónas
Kristjánsson í skýringum: „ísungr getur verið höfuðdúkur kvenna (sjá Falk:
Kleiderkunde 107), en merkir hér líklega sama sem ís, sbr. ísung í norskri
mállýzku, sem merkir þunnan ís (Aasen)“ (ÍF 9 1956, 31). Með þessu móti
fæst þá kenningin „handar ís“, en það er silfur. Og nú er spurt: Er ekki
sennilegra að ísungr merki hér einfaldlega höfuðdúkur og fylgi hjálmi þess-
arar merkilegu konu, hún sé „undir ísungs hjálmi“, þ. e. með höfuðdúk sem
vafinn er sem hjálmur eða með öðru orði hjálmfaldin, en sá lýsingarháttur
er vel kunnur.12
Séu þessar leiðir farnar hljóðar samantekt vísunnar: „Sá ek hauks holms
jǫrð, fira dísi, fara und ísungs hjalmi at Eyjafirði í miklum auka, svá’t mér
þótti þá í draumi dals ótta dóms felli-Guðr með fjǫllum standa folkvandar
bjóð.“ Merkingin gæti þá verið: Ég sá konu, dísi mannanna, fara hjálm-
faldna að (= eftir) Eyjafirði og var heldur í stærra lagi, svo að mér þótti
þessi goðkynjaða kona inn með fjöllunum þá standa gegn / standa með her-
manninum (fjandmanni mínum / mér).
Um hamingjur eru heimildir afar óljósar og raunar fáar. Þó hafa menn
talið óhætt að tengja þær við hina örlagabundnu gæfu mannanna og fleiri
dæmi eru um að hamingja taki sér búsetu hjá ungu höfðingjaefni þegar ald-
inn leiðtogi fellur frá.13 Í riti sínu um norræna goðafræði, Myth and
12 Minna má á haugvísu Gunnars Hámundarsonar í Njálu þar sem hann talar um sjálfan sig
sem hjálmi faldinn (ÍF 12 1954, 193).
13 Jónas Kristjánsson kveður fast að orði um þetta: „Þegar sá dó, sem hamingjan hafði fylgt,
valdi hún sér venjulega ungan mann af sömu ætt; sjá t. d. Hallfr. s. 198“ (ÍF 9 1956, 31).