Gripla - 20.12.2010, Page 182
GRIPLA182
Religion of the North, benti Turville-Petre á að Þiðranda þáttur, ein helsta
heimild um dísir, notar einu sinni nafnorðið fylgja um dís, og síðan rakti
hann hvernig hugmyndin um fylgju og hamingju virðist náskyld og raunar
mjög erfitt að greina þar á milli (1964, 221–230). Folke Ström, sem mest
hefur rannsakað þessi mál er á svipuðu róli (KLNM). Ström bendir þó á að
dísir virðist „i myt och folktro“ einkum hafa tengst tveim sviðum, barns-
burði og stríði. Um síðara sviðið segir hann (sjá Diser):
D[iser]s kampaspekt kommer till synes redan i den kontinentalgerm.
första Merseburggaldern, där idisi åkallas som slagfältets seger -
giv ande och magiskt betvingande makter. I den i skaldedikten före -
kommande sammansättningen ímundísir, „kampdiser“, är denna
sida av deras väsen uttryckt. Som stridens makter stå de krigsguden
Odin nära och äro mytiskt identiska med valkyrjorna (Herjans dísir)
(KLNM 1958, 102).
Þetta er reyndar ekki öll sagan, því í Diser, nornor, valkyrjor hafði Ström
bent á mjög skýra þróun á þessu sviði í vesturnorrænni trú:
På västnordiskt område uppträder diserna mot hedendomens slut i
nära förbindelse med Odin. En i kulten framträdande konkurrens
mellan å ena sidan Frey, å andra sidan Odin och diserna är rent av
skjönjbar (Víga-Glúms saga). (1954, 57).14
Ekki verður sagt að málnotkun Glúms einfaldi hlutina. Í kenningunni um
hamingjuna í fyrri hluta þessar vísu hefur hann stofninn Jörð eða jörð. – Í
síðari vísuhelmingi fáum við svo aðra og ekki íburðarminni kenningu, því
nú heitir konan felli-Guðr dóms dals ótta eða sú valkyrja sem fellir orustu-
dóminn (dalr er heiti á boga; ótti hans gæti verið ‘sverð’, dómr þess væri
bardaginn og sú Gunnr sem fellir þann dóm væri mjög máttug valkyrja).15
14 Í útgáfu Jónasar Kristjánssonar er hvergi vísað til rannsókna Folke Ströms og vænti ég það
stafi fremur af ókunnugleika höfundar en hinu að tekin sé svo afdráttarlaus afstaða gegn
trúarbragðafræðunum að ekki sé einu sinni til þeirra vísað.
15 Á íslensku er mest og ferskast efni að finna um kvenleg goðmögn í riti Ingunnar
Ásdísardóttur, Frigg og Freyja (2007). Þar er þó fyrst og fremst rætt um gyðjurnar Frigg
og Freyju. Til yfirlits um dísir, valkyrjur og hamingjur skal minnt á Turville-Petre 1964 og
greinar í Kulturhistorisk lexikon.