Gripla - 20.12.2010, Page 185
185VÍSUR OG DÍSIR VÍGA-GLÚMS
Ekki er lokið draumum Glúms, því hann heldur ótrauður áfram að
rekja þá fyrir syni sínum:
Er enn annarr draumr at segja þér: ek þóttumsk úti staddr, ok sá
ek konur tvær. Þær hǫfðu trog í milli sín, ok námu þær staðar á
Hrísateigi ok jósu blóði um heraðit allt. Ok vaknaða ek síðan, ok
hygg ek fyrir tíðendum vera, ok kvað vísu:
Menstiklir sá mikla,
mun sverðabrak verða,
komin er grára geira,
goðreið af trǫð, kveðja.20
Þar er ósynjur jósu
eggmóts of fjǫr seggja,
vinir fagna því vagna,
vígmóðar framm blóði.
(OEM 1940, 36; sbr. ÍF 9 1956, 71–72; M 1987, 138r a16).
Í fyrri vísuhelmingi er fátt sérlega torskilið. Að vísu er óvenjulegt að skáld-
ið virðist kalla sjálft sig hinn örláta mann, menstikli, en það orð skýrir Jónas
Kristjánsson svo að það sé „eiginlega: sá, sem lætur men stökkva“ (ÍF 9
1956, 71). Sérkennilegt er hins vegar að skáldið hefur séð mikla goðreið of
trǫð þar sem muni verða sverðabrak og komin sé grára geira kveðja, kveðja
hinna gráu spjóta. Miklu ógnvænlegra verður þó það sem fyrir sjónir ber í
síðari hluta: þar er vígmóðar eggmóts ósynjur jósu framm blóði of fjǫr seggja. Í
lausa málinu var talað um konur tvær, en hér eru það eggmóts ásynjur, ,gyðj-
ur vopnaviðskiptanna’ og eru vígmóðar. – Bent skal á að hugsanlegt er að
taka eggmóts sem einkunn með blóði og væri eggmóts blóð mjög skýrt:
,orustublóð’. Þar með væri bara talað um ásynjur og þær ekki gerðar að
stofni í valkyrjukenningu. Það passar ágætlega við að talað er um goðreið í
fyrri helmingi.
Kenningin vinir vagna er torveld. Ef vagna rúni er rétt skýrt sem
Óðinskenning í Sonatorreki gæti vagna vinr alltaðeinu verið Óðinn.
Vandinn er að hann er í fleirtölu. Merkingin sýnist þó hljóta að vera í þá
20 Jónas Kristjánsson leiðréttir af í of (fs.) ,á’. Sé þeirri leiðréttingu fylgt hafa konurnar komið
á tröðina, annars líklega af henni.