Gripla - 20.12.2010, Page 186
GRIPLA186
veruna, nema Glúmur eigi einfaldlega við þá æsi alla sem bregður fyrir í
vögn um (Óðinn hjá Agli, Þór í fjölda sagna og kenninga, Freyr í Snorra-
Eddu (Faulkes 2005, 47), bæði Freyr og Njörður virðast kenndir við vagn í
Gks 2367 4to (sjá Finn Jónsson (útg.) 1931:97–98), Freyja í kattavagni sín-
um o. s. frv.).
Þessi draumsýn á sér margar hliðstæður í fornum bókmenntum og
nægir að minna á draumvísur Sturlungu ellegar fyrirboðana í Njáls sögu. En
það sem hér er sérstakt (auk þess að heimildin er ævaforn, ef rétt er feðrað)
er að það eru valkyrjur, goðkynja verur og meira að segja ásynjur sem birtast
skáldinu. Hann gerir að því er virðist ekki nú frekar en áður greinarmun
hinna stórbrotnu kvenna: Þær eru dísir, hamingjur, valkyrjur eða gyðjur, og
að manni fer að læðast grunur um miklu ógnvænlegri kvenkyns goðverur
en hin siðprúða þrettándu aldar goðafræði sýnir okkur að jafnaði. Þar eru
valkyrjurnar vissulega sendiboðar Óðins, en þær berjast ekki, ausa ekki yfir
menn blóði né heldur eru þær svo tröllvaxnar að þær fylli Eyjafjörð .21
Skáldið og dynfúsar dísir
Áður er nefnt að fyrri helmingur 8. vísu Glúms kemur einnig fyrir í
Snorra-Eddu. En auk þess er þar vitnað í tvennu lagi til heillar vísu. Er það
í fullu samræmi við tilvitnanakerfi Eddu þar sem að jafnaði er aðeins vitnað
til helminga. Í dæmi Glúms er þó ekki nein ástæða til að efast um að helm-
ingarnir eigi saman, enda tekur sagan af tvímæli. Þetta er næstsíðasta (þ. e.
10.) vísa Glúms og 11. vísa sögunnar. Fyrri helmingur kemur fyrir tvisvar í
R, W, T og U en einu sinni í AM 757 a og 748 I, sem og (skaddaður) í 748 II
(1eβ). Síðari helmingur kemur fyrir í öllum 7. – Auk þessa er vitnað til vís-
unnar í Þórðarbók Landnámu (AM 106 fol.).
Svo sem handritum fjölgar aukast jafnan vandræði textafræðinnar.
Skulu því bornir saman textar, að vísu ekki gervallir heldur látið nægja að
horfa til Möðruvallabókar (M), Konungsbókar Snorra-Eddu (R) og Uppsala-
Eddu (U). Samræming M er að hætti Jónasar Kristjánssonar (ÍF 9), R eins
og Anthony Faulkes prentar (1998) en U í minni samræmingu eftir staf-
réttri útgáfu Grapes et al. (1977). Endursögn er eins og hún er hjá Jónasi
Kristjánssyni, Finni Jónssyni (Skjd. IB) og þeim sem þetta ritar.
21 Að sjálfsögðu er freistandi að minna á þær skelfilegu vefjarkonur sem okkur eru sýndar í
Darraðarljóðum Njálu (ÍF 12 1954, 454).