Gripla - 20.12.2010, Page 189
189VÍSUR OG DÍSIR VÍGA-GLÚMS
(afset fra underordnede tillæg): Vore fjender vovede sig ikke ned til
os, da vi »traf kamplystne diser på strandbredden«. Vel muligt, at
en og anden finder dette såre dybsindigt. Mig forekommer det i höi
grad forskruet, eller rettere: meningslöst. I fölge sammenhængen
(i sagaens kap. 27) synes Glúmr at ville sige: Vore fjender vovede
ikke at nærme sig os, der, dækkede med vore skjolde, stode på
strandbredden begerlige efter at kæmpe (1879, 190).
Er skemmst frá að segja að Konráð, sem veit hvað Glúmur ætlaði að segja,
ákveður að „texten må være forvansket, ikke alene i nogle af håndskrift-
erne, men, til dels, i dem alle” (s.st.). Það sem farið hefur úrskeiðis í
umræddu vísuorði reynist svo vera orðin dynfúsar dísir og Konráð er tilbú-
inn með leiðréttingu:
Dynfúsar dísir må oprindelig have hedt dynfúsir dísar. Og for-
vanskningen er sandsynligvis gået for sig på den måde, at dynfúsir
dísar er först, ved en sædvanlig art af skrivfejl bleven til dynfúsar
dísar, og dette så rettet (!) til dynfúsar dísir (da nom.–acc. plur. af
díss hedder dísir – ikke dísar).
Með breytingunni gerir Konráð þá dísar að eignarfallslið í kenningunni
dreyra svells dís og þeir Turville-Petre og Jónas Kristjánsson skýra dreyra
svells dísar dyn sem bardaga (dreyra svell = sverð; sverðs dís = valkyrja, val-
kyrju dynur = orusta) og mennirnir eru þá fúsir orustunnar.
Strax árið eftir að grein Konráðs birtist kemur Glúma út í 1. bindi
Íslenzkra fornsagna (Guðmundur Þorláksson 1880) og leiðrétting hans er
prentuð í meginmáli en tekið fram neðanmáls að „Lagfæring þessa vísu-
helmings er eptir K.G.“. Sama verður uppi þegar hinn leiðrétti texti Finns
Jónssonar af dróttkvæðunum, Skj. BI, kemur út 1912, þar er prentað dyn-
fúsir dísar og búið að skilja (einnig skv. tillögu Konráðs) milli blóð og skjald-
aðir, þannig að lesið sé blóðs skjaldaðir og hangir þá blóðs við bráðina sem
hrafninn hefur fengið (sbr. túlkun Jónasar Kristjánssonar hér að framan).
Þegar Turville-Petre gaf út hina fyrstu vönduðu vísindalegu útgáfu sög-
unnar prentaði hann allar vísur með óbreyttum texta Möðruvallabókar í
meginmáli. Hins vegar tók hann upp ýmsar leiðréttingar og lagfæringar í
skýringahluta bókarinnar og þar prentar hann þessa vísu (bls. 85) með lag-