Gripla - 20.12.2010, Síða 190
GRIPLA190
færingu Konráðs og hefur um orðin: „If the emendation dynfúsir dísar in
line 5 (thus Konráð Gíslason and Skj.) is accepted, the strophe presents
little difficulty“, en síðan tekur hann reyndar saman með leshætti R, mens í
stað svells og fær: „þá er dynfúsir dísar mens dreyra stóðum skjaldaðir á
eyri“ (OEM 1940, 86). Hann lendir að sönnu í vandræðum með að skýra
„dísar mens dreyra“ og verður að bakka í svell!
En næsta skref er síðan útgáfan í Íslenzkum fornritum árið 1956 og þá
prentar Jónas Kristjánsson leiðréttingu Konráðs í meginmáli, lætur hennar
getið í neðanmálsgrein en gerir ekki frekar en Turville-Petre tilraun til
skýringar á texta handritsins.
Í þessu samhengi er athyglisvert að fyrir daga Konráðs virðist enginn
hafa átt í nokkrum vandræðum með að skilja dynfúsar dísir. Í útgáfu sög-
unnar árið 1786 er talað í latneskri þýðingu um „strepitus cupidine ardentes
deas“ (Guðmundur Pétursson 1786, 169). Útgáfa Árnanefndar á Snorra-
Eddu (Jón Sigurðsson et al. 1848, 491) þýðir: „nymphas, strepitum scutari-
um amantes“. Gildir þá einu hvort dísirnar eru kallaðar nymphas eða deas,
þær fá að njóta setningafræðilegrar stöðu sinnar og enginn vafi á bardaga-
fýsn þeirra! Og þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni.
Burtséð frá því að leiðrétting Konráðs á gervöllum miðaldahandritum
vísunnar, sem sannanlega eru ekki innbyrðis háð, er gersamlega fráleit og
fræðilega ótæk, er hún aukinheldur óþörf. Eins og fram kemur í yfirlitinu
hér að framan er enginn vandi að skýra textann, t. d. eins og hann stendur
í U: „Þá er stóðum dynfúsar dísir blóðskjaldaðir á eyri dreyra más, fékk
borginmóði bráð.“ Þess er áður getið að so. standa virðist vera áhrifssögn í
annarri vísu Glúms, og þannig hafa útgefendur fyrri alda ekki verið í vafa
um að eigi að skilja hana: „Quum nos, cruentis clypeis tecti, / nymphas,
strepitum scutarium / amantes, in arena deprehendimus. / Corvus prædam
nactus est“ segir í þýðingunni í Snorra-Eddu Árnanefndarinnar (Jón Sig-
urðs son et al. 1848, 491). Latneska sögnin deprehendo merkir einmitt ,að
hitta’, ,koma á óvart’ (sbr. standa e-n að verki) eða ,ráðast á’. Það sem Glúm-
ur er að segja gæti einmitt verið „Við stóðum með blóðuga skildi gegn bar-
dagafúsum dísunum á vígvellinum.“ Og þar er komið að kjarna málsins.22
22 Það er fyrst þegar greinarstúfur þessi er kominn í próförk sem mér hugkvæmist að fletta
upp í útgáfu Svarts á hvítu (Bragi Halldórsson o.fl. 1986) og sé að vísnaskýrendur þar,
Bergljót Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson og Jón Torfason hafa lesið þessa vísu og skýrt
eins og hér er gert.