Gripla - 20.12.2010, Page 235
235
ÁLFRÚ N GUNNLAUGSDÓTTIR
JAKOBS SAGA POSTOLA,
TVEGGIA POSTOLA SAGA JONS OK JAKOBS
OG LIBER SANCTI JACOBI
Inngangur
LIBER SANCTI JACOBI er, eins og nafnið bendir til, latneskt rit sem helgað
er postulanum Jakobi, en hann er verndardýrlingur Spánar. Gamlar sagnir
herma að postulinn eigi sér legstað þar í landi, undir altari Dómkirkjunnar
í borginni Santiago de Compostela, sem á miðöldum var álitin afar helgur
staður er pílagrímar flykktust til unnvörpum. Og svo er enn. Meira að
segja fóru pílagrímar þangað frá Íslandi og má þar fræga telja þá Hrafn
Sveinbjarnarson1 og Björn Einarsson Jórsalafara2. Björn var að vísu þar á
ferð um það bil tveimur öldum síðar en Hrafn. Pílagrímsleiðin eða
Jakobsvegurinn svokallaði (El Camino de Santiago), sem lá frá Norður-
Evrópu og suður á bóginn, mun hafa verið þéttskipaður fólki sem ferðaðist
í báðar áttir, einkum um hásumartímann, en 25. júlí er helgaður Jakobi.
Annar dagur er honum einnig helgaður, 30. desember, en þá á lík hans að
hafa borist til Galicia-héraðsins á Spáni. Eins og gefur að skilja var
Jakobsvegurinn ekki einn vegur og væri ef til vill réttara að tala um
Jakobsleiðirnar, enda skipti leiðin sem farin var ekki máli, heldur það að
komast á leiðarenda. Leiðir þessar greindust til dæmis eftir því hvort píla-
grímarnir stefndu til Spánar norðaustan frá eða norðvestan. Þær lágu gegn-
1 Sturlunga saga, ritstjóri Örnólfur Thorsson (Reykjavík: Svart á hvítu, 1988), 885–886.
Í Hrafns sögu hinni sérstöku kemur fram að Guðmundur Svertingsson hafi ort drápu um
Hrafn, en þar er að finna þessar ljóðlínur: „Ferð kom fleina rýrir/ fram, jókeyrir Glamma/
hlýðinn sá storma stríða/ stund, til Jakobs fundar“ (885–886).
2 Islandske Annaler indtil 1578. Dr. Gustav Storm gaf út (Christiania: 1888), 288. Í „Lög-
mannsannál 1405–1407“ stendur: „þetta aar for Bjorn bondi Einar son af landi j burt. ok
hans hvstrv Solveig. Foro þav fyst til Roms oc þadan aptr j Fenedi. stigu þar a skip oc sigldv
suo ut yfir hafit til Iorsala l(andz). til vorss herra grafar oc þadan aptur j Fenedi. s(ijdan
sk)ildv þav þar. for hustruen aptur til Noregs. enn bondinn for vestur j Compostellam til
sanctum Iacobum. la hann þar siukur halfann (man)vd.“
Gripla XXI (2010): 235–280.