Gripla - 20.12.2010, Síða 237
237
að samanburður á nokkrum þeirra frásagna sem varðveist hafa á íslensku
um postulann Jakob við sömu frásagnir, eða keimlíkar, í hinu mikla verki
um hann, Codex Calixtinus, varpi ekki aðeins ljósi á íslensku frásagnirnar
heldur líka þær sem er að finna í latneska ritinu. Ekki síst tel ég áhugavert
að bera Jarteiknabók Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs saman við latneskan
texta, en eftir því sem ég best veit hefur slíkur samanburður hingað til ekki
verið gerður.
I. Codex Calixtinus
Handritið Codex Calixtinus hefur að geyma, auk margs annars, helgisöguna
af því hvernig postulinn Jakob ferðaðist alla leið til Spánar til að snúa lands-
lýð til kristinnar trúar og hafði ekki erindi sem erfiði. Einnig er frá því sagt
hvernig lík hans var flutt þangað eftir að Heródes hafði látið taka hann af
lífi í Jerúsalem. Það var þó ekki fyrr en á níundu öld að sú fregn barst um
heimsbyggðina, að fundist hefði gröf sem varðveitti líkamsleifar Jakobs
postula. Ekki fylgdi sögunni hvernig sú uppgötvun var gerð og er allt á
huldu með það. Einnig er á huldu hvernig menn áttuðu sig á að um var að
ræða líkamsleifar postulans. Af rituðum miðaldaheimildum má helst ráða
að yfirnáttúrleg teikn að næturlagi með englum og tilheyrandi ljósadýrð
hafi vísað á gröfina. Þótt ekki verði farið nánar út í þá sálma hér, er vert að
hafa í huga, í sambandi við tilurð helgisögunnar, að ekki var svo ýkja langt
liðið frá því að Arabar lögðu undir sig hluta Spánar og gerðu ósjaldan leift-
urárásir á lönd þau sem kristnir héldu, þar á meðal bæinn Santiago de
Compostela. Einnig má benda á að undir núverandi Dómkirkju borgarinn-
ar er grafir að finna sem talið er að séu frá áttundu öld eftir Krist, eða jafn-
vel eldri, svo að þarna hefur verið grafreitur frá fornu fari og þá væntanlega
kirkja.7 En hvernig sem því var háttað voru pílagrímsferðir til Santiago de
Compostela orðnar mikilvægur þáttur í trúar- og samfélagslífi Vestur-
Evrópu á 12. öld. Þeir sem lögðu á sig að ganga langar leiðir og við erfiðar
aðstæður til grafar Jakobs postula voru í miklum metum hafðir. Margvísleg
ferðaþjónusta, eins og sagt mundi nú á dögum, dafnaði kringum pílagríms-
7 Fernández Arenas, José. Elementos simbólicos de la peregrinación Jacobea (Santiago de Com-
postela: Edilesa, 1998), 22–23. Santiago, la catedral y la memoria del arte. Edición a cargo de
Núñez Rodríguez, Manuel (Santiago de Compostela: Consorcio de Santiago, 2000), 9.
JAKOBS SAGA POSTOLA