Gripla - 20.12.2010, Page 239
239
talið að þeir sem tilgreindir eru hafi hvergi komið þar nærri. Óvíst er aftur
á móti hvort einn maður eða fleiri hafi safnað textunum um Jakob og spyrt
þá saman í því augnamiði að skapa heildstætt rit um postulann.
Ritinu er skipt niður í fimm bækur. Aðalsögumaður og safnari ritsins
er sagður vera Calixtus II, sem var páfi frá 1119 til 1124. Það hefst á inn-
gangi í formi bréfs sem Calixtus á að hafa skrifað. Þar greinir hann frá
ætlun sinni með þessu verki og kveðst hafa haft ást á Jakobi postula síðan
hann var barn að aldri og farið víða um lönd í fjórtán ár13 til að safna og
skrifa niður það sem hann gat fundið um postulann. Hafi hann lent í
ótrúlegustu raunum og hættum, en gögnin sem hann hafði verið búinn að
safna í handrit björguðust alltaf. Handritið skildi hann aldrei við sig.14
Ok þetta sama vattar Calistus satt vera sem hann fram setr fyrir
iartegnabok, er hann aflaði af verkum Jacobi postola... Ok i annan
tíma sa ek syn aðra, þa er ek hafði þat með hendi at dikta sermonem
de translatione sæls Jacobi... saa ek i andar syn drottin minn Jesum
Kristum ok með honum hinn sæla Jacobum... Sva segir virðuligr
maðr Calistus frammi fyrir iartegnabok hins signaða Jacobi, boðandi
siðan marga luti ok mikils verða, hvar þilikt finnz skrifat millum
annarra luta, sem her ma heyra.
Tilvitnunin er tekin úr Tveggia postola sögu Jons ok Jakobs,15 en sú saga hefur
að geyma mun fleiri þýðingar sem tengjast Liber Sancti Jacobi en talið hefur
verið. Ef aðeins er miðað við handritið Codex Calixtinus, er formáli
Calixtusar inngangur að bókunum fimm sem ritið er sett saman úr, og er
hann þó nokkuð lengri en hin norræna gerð af honum. Norræna þýðingin
á innganginum endar einmitt á seinustu setningunni í tilvitnuninni hér að
ofan. Þegar þeim hluta lýkur í Codex Calixtinus, sem sagt frásögn Calixtusar
af sýnum sínum, tekur við upptalning á kirkjufeðrum, vegna þess að
Calixtus vill fullvissa lesandann um að safnritið sé byggt á sannleika og því
enginn uppdiktur. Hann styðjist við sitthvað úr testamentunum, auk þess
rit ýmissa kirkjufeðra, sem hann telur upp, en annað hafi hann séð með
til Noregs eða Íslands. Enginn veit með vissu hvernig slíkar almennar frásögur ferðuðust
milli landa.
13 Samkvæmt Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs var Calixtus ,,xiiii vetra gamall“ þegar hann
hóf söfnunina.
14 Codex Calixtinus, 1–2. TPSJ+J, 680–682.
15 TPSJ+J, 682.
JAKOBS SAGA POSTOLA