Gripla - 20.12.2010, Side 243
243
ef til vill ritaðar með annað markmið í huga en það sem býr að baki safnrit-
inu í heild. Það tengist svo spurningunni hvar ritið var sett saman.
Allir geta verið sammála um að með safnritinu Codex Calixtinus sé verið
að upphefja postulann Jakob, sýna fram á ágæti hans og sérstöðu og þá um
leið staðarins þar sem hann hvílir. Bænum Santiago de Compostela er teflt
fram sem einu af þremur höfuðsetrum kristinnar trúar.18 Mikilvægasta
setrið sé í Rómaborg þar sem postulinn Pétur hafi sest að. Hægra megin
við Róm sé annað setur, Santiago de Compostela, þar sem postulinn Jakob
hvíli, og þriðja setrið sé til vinstri handar við Róm, Efesus, sem tengist guð-
spjallamanninum Jóhannesi, en þar hafi hann skrifað guðspjall sitt sem
hefst á orðunum In principio erat uerbum.19 Einnig er bókin, eins og áður
sagði, leiðbeining fyrir pílagríma og um messuform og söng við Jakobs-
tíðir.
Lengi hefur verið við lýði sú hugmynd að upphaflega handritið af Liber
Sancti Jacobi hafi verið ritað eða sett saman í Frakklandi og fyrir Frakka,
enda svífi franskur andi yfir Fjórðu bók verksins, þar sem Karlamagnús
kemur mjög við sögu. Sé Fjórða bókin fjarlægð úr verkinu, eins og gerðist
með Codex-handritið á 17. öld, verður yfirbragð safnritsins annað. Merkilegt
má teljast að sá hluti þeirrar bókar sem til er á norrænni tungu, skuli í þeirri
gerð vera fyrsti hluti annars verks, Sögunnar af Agulando konungi í Karla-
magnús sögu og kappa hans. Ekki má þó gleyma að bergmál af Turpinskróniku
er að finna í Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs sem sýnir að krónikan hefur
einnig tilheyrt norrænu sagnahefðinni um Jakob postula.
Til frekari stuðnings þeirri hugmynd að Liber Sancti Jacobi hafi orðið til
í Frakklandi, má þess geta að nokkur kraftaverkanna sem frá er sagt í
Codex Calixtinus, og eru á þriðja tug, eiga sér stað í því landi. Eins og sjá má
bendir ekki aðeins Fjórða bókin í þá átt. En ábendingar og rök af þessum
toga veita ekki viðunandi svör, þótt þau séu góðra gjalda verð sem tilgátur.
Seint mun takast að upplýsa hvar í veröldinni ritið Liber Sancti Jacobi var
upphaflega sett saman og hver eða hverjir stóðu að baki því. Auðsætt er að
flestallt er gert til að dylja það og er það hluti af hinum trúarlega tilgangi
ritsins, sem er eignað þykjustuhöfundi. Mér sýnist því ekki úr vegi að
horfa til örfárra atriða sem beinlínis varða frásögnina sjálfa. Þegar Calixtus
II, sem á að vera höfundur safnritsins, er að lýsa í innganginum hvernig
18 Codex Calixtinus, 325–326.
19 Sjá einnig TPSJ+J, 676.
JAKOBS SAGA POSTOLA