Gripla - 20.12.2010, Side 245
245
handrit eru til af sögunni, en þau hafa orðið fyrir meira eða minna hnjaski
og læt ég þau liggja á milli hluta, þar sem markmið mitt er fyrst og fremst
það að skoða tengsl milli frásagna af Jakobi postula, en ekki að bera saman
einstök handrit af þýðingum slíkra sagna. Hér á eftir (bls. 245–253) verða
borin saman fáein atriði í frásögnum Historia Apostolica Pseudo-Abdiasar,
sermo Honoriusar d’Autun24 og Codex Calixtinus, og sömu atriði í Jakobs
sögu A og Jakobs sögu B, en sá samanburður mun væntanlega varpa ljósi á
innbyrðis tengsl allra þessara texta. Segja má að íslensku handritin, Jakobs
saga A og B, séu náskyld texta Pseudo-Abdiasar og Honoriusar d’Autun,
en Codex Calixtinus skeri sig úr að ýmsu leyti.
1.
Kaflar 2 og 3 í Jakobs sögu B (AM 630 4to) samsvara Jakobs sögu A (AM
645 4to) í heild hvað lengd og efni varðar (kaflarnir eru alls fjórir), og sam-
svara þá einnig Passio sancti Iacobi Apostoli filii Zebedei í Pseudo-Abdiasi.
B-gerðin er sem sagt lengri en A-gerðin og þá einnig lengri en hinn latneski
texti Pseudo-Abdiasar sem liggur til grundvallar þeim báðum. Jakobs saga
A er á hinn bóginn alveg samstiga Pseudo-Abdiasi hvað snertir efni og
lengd. Í Jakobs sögu B verður frásögnin lengri fyrir þá sök að hafður er sér-
stakur inngangskafli eða formálsorð og er hann 1. kafli sögunnar, og svo er
bætt við kafla aftan við söguna og verður hann 4. kafli hennar. Viðbótin í
B-gerðinni á rætur að rekja til prédikunar (sermo) í ritinu Speculum Ecclesiæ
eftir Honorius Augustodunensis (Honorius d’Autun), De Sancto Jacobo
Apostolo.25 Kemur beinlínis fram í Jakobs sögu B hvaðan viðbótarefnið er
komið og hver heimildin er:
Þeir Ermogenis ok Filetus toku helgan dom postola guðs, at þvi er
segir Speculum Ecclesie (Unger, 519).26
Þess ber þó að gæta að þýðingin á viðbótinni, það er að segja, 4. kafli Jakobs
sögu B (1. kaflinn er messuformáli), einskorðast við seinni helming prédik-
unar Honoriusar d’Autun. Fyrri helmingur hennar fjallar um annað efni,
24 Sjá hér fyrir neðan.
25 Honorius Augustodunensis, „De Sancto Jacobo Apostolo“, Speculum Ecclesiæ, PL [Patro-
logiæ] Tomus CLXXII, accurante J.–P. Migne (Seu Petit-Montrouge: 1854), 981–986.
26 Sjá einnig Unger, 514.
JAKOBS SAGA POSTOLA