Gripla - 20.12.2010, Page 247
247
Codex Calixtinus sem annars byggist á Pseudo-Abdiasi, eins og áður var
vikið að. Annað atriði í Codex Calixtinus víkur frá Pseudo-Abdiasi og er það
aftaka Jakobs. Í síðarnefnda ritinu segir aðeins stuttlega frá henni og aftöku
Josias.
atque ita perfectus in fide domini nostri Iesu christi cum apostolo
eadam hora martyr effectus perrexit ad dominum: Cui est honor et
gloria in sæcula sæculorum (Mombritius, 40).
En Josias var algerr i tru drottens vars Jesu Cristi oc þegar høggv-
enn meþ Jacobo postola, oc gerþesc saþr piningarvattr goþs, oc foru
þeir baþer a einne stundo til drottens, þess vegr er oc dyrþ of allar
allder alda (Unger A, 529).
Frásögn Codex Calixtinus er hins vegar nokkuð frábrugðin. Þar segir að
Jakob hafi varpað af sér klæðum sínum, lagst á hnén og fórnað höndum til
himins. Þegar högg böðulsins reið datt höfuðið ekki á jörðina, heldur tók
Jakob það með báðum höndum og hélt því á lofti liggjandi á hnjánum fram
á kvöld, en þá komu lærisveinar hans til að sækja líkið. Og gerðust þá
undur og stórmerki, með öðrum orðum, teikn urðu á himni og jörðu. Hins
vegar er flutningur líksins til Galicia-héraðsins afgreiddur í einni setningu
og lýkur kaflanum með því að sagt er frá skelfilegum dauðdaga Heródesar
sem hafði dæmt Jakob til dauða (Codex, 102–103). Ekkert af þessu er að
finna hjá Pseudo-Abdiasi né í norrænu gerðinni.
Eins og þegar hefur verið vikið að segir frá líkferð Jakobs og greftrun
hans í Þriðju bók Codex Calixtinus, kafla I (290–294), og svarar sú frásögn
til 4. kafla í Jakobs sögu B. Frásagnirnar eru þó ekki alveg samhljóða.
Umræddur kafli I hefst á nokkurs konar inngangi (Codex, 290–291), þar
sem farið er örfáum orðum um uppstigningu Jesú Krists, trúboð Jakobs á
Spáni og val hans á sjö lærisveinum, og síðan kemur stutt ágrip um píslar-
dauða hans. Má geta sér þess til að þessum atriðum hafi verið skotið inn í
frásöguna til að ná fram sterkara samhengi. En þegar innganginum lýkur
verða frásögur Codex Calixtinus og Jakobs sögu B mjög keimlíkar. Þó má
finna frávik.
Í Jakobs sögu B er þess getið að lærisveinar Jakobs hafi farið með lík
hans til Joppen (Jaffa), en ekki kemur það fram í Codex Calixtinus fyrr en í
JAKOBS SAGA POSTOLA