Gripla - 20.12.2010, Page 249
249
þeir neyðast til að yfirbuga. Það verður þó ekki gert með sverði, eins og
venjan er í slíkum frásögnum, heldur krossi. Dreka þennan er ekki að finna
í Jakobs sögu B. Í þeirri sögu, og raunar einnig í Codex, er sagt frá því að
öxnin hafi verið bæði ill og mannýg og ætt móti lærisveinunum. Varla eru
þau komin í námunda við þá er æðið rennur af þeim og þau gerast ljúf sem
lömb. Stafar það, samkvæmt Jakobs sögu B, af áhrifum krossmarks sem
lærisveinarnir gera. Í frásögu Codex Calixtinus nægir nærvera lærisveinanna
til að sefa skepnurnar. Enn skilur milli Codex og Jakobs sögu B, en síðar-
nefnda frásagan er hér í öllum atriðum samhljóða frásögu Honoriusar
d’Autun.
Þegar Lupa fréttir þessi tíðindi er þess ekki langt að bíða að hún verði
meðfærileg og bljúg, enda tekur hún kristna trú. Þá er ekki annað eftir en
grafa postulann og leggja grunninn að öflugri kirkju. Það gerist ekki með
alveg sama hætti í Jakobs sögu B og Codex Calixtinus. Postulinn fær gröf,
samkvæmt Codex Calixtinus, þar sem áður hafði verið hof og skurðgoð
dýrkað og er hofinu breytt í kirkju. Það er hins vegar höll Lupa sem er vígð
og gerð að kirkju í Jakobs sögu B, og er hið sama uppi á teningnum hjá
Honoriusi. Síðan segir:
Þangat toku menn at fara miok þa þegar af nalægum löndum, þottuz
fa fro meina þeir, er þess þurftu. Ok eigi þverr su virðing er menn
leggja til hinum sæla Jacobo postola enn þangat i sinni tilsokn, af
þvi at nu er þangat sva mikil for, sem þa er mest hafði verit, ok er sa
staðr nu sva dyrlega buinn, sem þeir er bezt eru bunir i heiminum,
ok verða þar avallt iartegnir með ollu moti a siukum monnum
(Unger B, 520).
Alii aliis locis præponuntur, multa signa per eos geruntur omnesque
occidentales populi per eos ad Christum convertuntur (Honorius
d’Autun, 984).
Augljóst er að Jakobs sögu B er ætlað að koma til skila „sannri“ frásögn af
helgi kirkjunnar í Santiago de Compostela, en einnig að örva pílagríms-
ferðir þangað. Það fer hins vegar minna fyrir því hjá Honoriusi.
Í þessum hluta Codex Calixtinus er ekki minnst á gildi kirkjunnar í
Santiago hvað varðar kraftaverk og jarteiknir. Ekki er heldur minnst á píla-
gríma og þá ekki á heilagan Kristófer. Þess í stað er lýst hinni miklu sælu
JAKOBS SAGA POSTOLA