Gripla - 20.12.2010, Síða 253
253
unnt sé að finna minni háttar frávik. Jakobs saga B byggist á Jakobs sögu A,
hvað 2. og 3. kafla snertir, þótt fyrir komi að tilraun sé gerð til að færa mál-
far og orðskipan til nútímalegra horfs, en 4. kaflinn hins vegar á Honoriusi
d’Autun, eins og áður var getið. Sú þýðing er ekki eins nákvæm og þýð-
ingin á texta Pseudo-Abdiasar, engu að síður er hún vel unnin.27
2.
Mun lengra er gengið í endursköpun sögunnar af Jakobi í Tveggia postola
sògu Jons og Jakobs sem er að finna í Skarðsbók postulasagna og álitin vera
frá 14. öld. Hér á eftir (bls. 253–259) er lýst hvernig frásögnin í Jakobs sögu
A og B, með öðrum orðum frásögn Pseudo-Abdiasar og Honoriusar d’Aut-
un, er brædd saman við annan texta, án þess þó að breytast mikið hvað
innihald varðar. Frásagnar- og þýðingaraðferðin er lítillega skoðuð, þótt
ólíklegt sé að megi skrifa á reikning þýðandans allar þær breytingar sem
fram koma. Þá er reynt að svara þeirri spurningu hvort um nýja þýðingu á
sögu Jakobs sé að ræða eða endurgerð á eldri textum. Stuðst er við útgáfu
Ungers (Unger TPSJ+J, 536–711) og eingöngu horft til sögu Jakobs, en
saga Jóns látin liggja milli hluta. Sú saga mun vera „based on the Pseudo-
Mellitus Passio Sancti Iohannis, but the life of St. James appears in the
main to be a reworking of the older life in Icelandic elsewhere found
independently“.28 Erfitt er að vera sammála Peter G. Foote hvað þetta síð-
asta atriði snertir eins og síðar verður vikið að.
Eins og fram kemur hjá Peter G. Foote er Tveggia postola saga Jons ok
Jakobs samsteypa úr tveimur verkum. Ekki virðist sérstök tilraun gerð til
að flétta verkin saman, samskeyti þeirra sjást mjög greinilega. Að líkindum
er hér verið að blása lífi í gamlar glæður, það er að segja, í fornar bækur eða
frásagnir. Nútímamenn telja sig þekkja þörfina fyrir að endurnýja gamlar
þýðingar, annars lifi hið þýdda verk ekki áfram. En þrátt fyrir að sögurnar
tvær af þeim Jóni og Jakobi (önnur byggð á Pseudo-Mellitusi29 og hin á
27 Sjá einnig Philip G. Roughton, AM 645 4to and AM 652/630 4to: Study and Translation
of Two Thirteenth-Century Icelandic Collections of Apostles’ and Saints’ Lives (University of
Colorado, óútgefin doktorsritgerð, 2002), 266–267.
28 Peter G. Foote, „The Pseudo-Turpin Chronicle in Iceland,“ London Mediæval Studies 4
(London: University College London, 1959), 9.
29 Mellitus mun vera Miletus sá sem getið er um í Prologus að TPSJ+J, Unger, 536. Sjá einnig
formála Ungers bls. XXIV, ásamt latneska textanum.
JAKOBS SAGA POSTOLA