Gripla - 20.12.2010, Page 254
GRIPLA254
Pseudo-Abdiasi) séu bútaðar niður og látnar skarast, kallast þær merkilega
lítið á. Postulunum Jakobi og Jóni er haldið vandlega aðskildum.
Jafnvel þótt frásögnin um Jakob í TPSJ+J byggist að allmiklu leyti á
texta Pseudo-Abdiasar, koma fleiri textar við sögu, sem eiga sér samsvörun
í Codex Calixtinus, og er því full ástæða til að skoða eilítið nánar hvernig
þessi frásögn er sett saman.
Töluvert er liðið á Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs þegar sagan af
þeim síðarnefnda hefst30 og byrjar hún á inngangi um postulann, þar sem
skýrt er frá trúboði hans á Spáni er ekki hafi gengið sem skyldi og meðal
annars af þeirri ástæðu hafi hann snúið aftur til Jórsala. Síðan tekur við
þýðing á texta Pseudo-Abdiasar, en farið er nokkuð frjálslega með hann
(kaflar 21–27). Þá er vert að muna að frásögn þessa er einnig að finna í
Codex Calixtinus. Þegar kemur að þeim hluta sögunnar þar sem Jakob sigr-
ar Gyðinga í seinni rökræðu sinni um trúmál og skýrt hefur verið frá spá-
dómsanda nokkurra spámanna Biblíunnar, er skorið á frásögnina í TPSJ+J
og við taka kaflar sem bera heitin Af Gaio capitulum (kafli 28), Feck Klaudius
valld yfir Gyðinghum (kafli 29) og Jacobus dubbadr til riddara af gudi (kafli 30).
Efni þessara kafla er ekki að finna í Pseudo-Abdiasi né heldur í Jakobs sögu
A eða B, og er það tengt frásögninni af postulanum Jóni. En í næsta kafla á
eftir (31) segir frá dauða Jakobs, frá líkferð hans og að lokum frá viðskiptum
Ermogenis og Filetusar við frúna Lupa og samsvarar sá hluti sermo
Honoriusar d’Autun (kaflar 32, 33 og 34). Það er því ekki oft skorið á söguna
af Jakobi í TPSJ+J og má því segja að hún sé tiltölulega heil.
Síðan segir ekki meira af postulanum nema rétt í framhjáhlaupi fyrr en
fimmtíu köflum síðar, nánar tiltekið í kafla 83. Þá er snúið að efni sem
einnig er til staðar í Codex Calixtinus, það er efnið um keisarann Karla-
magnús og erkibiskup hans, Turpin, og erkióvin hans, Agulando konung.
Í þessari grein verður Turpins-króniku og þýðingu hluta hennar á norrænu
ekki gerð skil, þótt hún tilheyri því efni sem hér er reifað.31 Sagan af
Agulando konungi tengist Karlamagnús sögu, en í þeirri frásögn eigast þeir
við Agulando og Karlamagnús og er hún annars eðlis og frábrugðin þeirri
örstuttu frásögn sem er að finna í TPSJ+J um það efni. Hins vegar mun ég
30 Tveggia postola saga Jons ok Jakobs hefst á bls. 539 í útg. Ungers, en ekki er farið að segja frá
Jakobi fyrr en á bls. 570.
31 Um krónikuna verður fjallað sérstaklega í annarri grein sem ég er með í smíðum og verður
þá einnig tekin til umfjöllunar frásagan af Karlamagnúsi og Agulando sem er að finna í
TPSJ+J.