Gripla - 20.12.2010, Side 256
GRIPLA256
sagan af postulunum Jakobi í TPSJ+J ný, sjálfstæð þýðing unnin eftir lat-
neskum texta? Eða skyldi ritstjóri eða afritari hafa haft norræna þýðingu
undir höndum við gerð þessa hluta sögunnar, og gert sér það ómak að fletta
upp í Biblíunni til að finna tilvitnanir á latínu? Ég tel það síðarnefnda
hæpið, því að saga Jakobs í TPSJ+J byggist á Pseudo-Abdiasi. Texti
Pseudo-Abdiasar liggur sögunni til grundvallar, þrátt fyrir margskonar
frávik. Því virðist sem um nýja þýðingu sé að ræða sem ekki byggist á eldri
þýðingum eins og Peter G. Foote gerði ráð fyrir (sjá bls. 253). Verða nú
skoðaðir tveir samsvarandi hlutar í Tveggja postula sögunni og í Pseudo-
Abdiasi.
Ecce veniet redemptor tuus, Jerusalem, et hoc eius signum erit,
cecorum oculos aperiet, surdis reddet auditum et voce sua excitabit
mortuos. Þetta þyðiz sva: See þu, Jerusalem, koma mun lausnari
þinn, ok mun hafa þat mark ok vitnisburð, at augu blindra mun
hann uppluka, heyrn mun hann daufum aptr giallda, ok dauða menn
með sinni rauddu uppreisa (Unger TPSJ+J, 579).
Ecce ueniet redemptor tuus hierusalem: et hoc eius erit signum:
Cæcorum oculos aperiet. surdis reddet auditum: et uoce sua
excitabit mortuos (Mombritius, 38).
Augljóst er að textarnir tveir eru samhljóða hvað latínuna varðar. En þá er
að athuga hvernig háttað er þýðingu sömu tilvitnunar í Jakobs sögu A og
Jakobs sögu B.
Heyrþo Jerusalem, qvaþ Jeremias, coma mun lausnare þinn, oc mon
þat vera tacn hans, at hann mon upluca augo blindra oc gefa hey(r)n
daufom oc qvekva dauþa til lifs meþ orþi sino (Unger A, 527).
Heyrit Hierusalem, kvað Hieremias, koma mun lausnari þinn, ok
mun þat vera takn hans, at hann mun upp luka augu blindra ok gefa
heyrn daufum, en lif dauðum með orði sinu (Unger B, 517).
Þessar tvær seinustu tilvitnanir eru svotil samhljóða og líklegt að yngri
textinn (B) byggist á þeim eldri (A). En það er allt annar bragur á orðfæri
og stíl í tilvitnuninni úr TPSJ+J, þótt merkingin sé sú sama, en það bendir
fremur til nýrrar þýðingar en endurgerðar á eldri handritum.