Gripla - 20.12.2010, Side 257
257
Því fer samt fjarri að TPSJ+J sé traustari þýðing en Jakobs saga A eða
B, þó svo að þýðandinn flíki setningum á latínu og sýni um leið hæfileika
sína við að þýða. Hann hættir líka fljótlega að vitna í Pseudo-Abdias, byrjar
setningarnar á latínu, en setur síðan et cet. (og svo framvegis) og þýðir síðan
í framhaldi af því.
Af upprisu dauðra manna i guðs tilkvamu talar Ysayas: surgent
mortui et cet. Upp munu risa dauðir menn, þeir sem i grofum
ero, þviat guð allzvalldandi sitr þa i dómsæti neytandi miklu valldi,
gialldandi serhverium eptir sinum verðleikum (Unger TPSJ+J,
581).
Sé litið til frásagnar Pseudo-Abdiasar, hvað klausu þessa varðar, kemur í
ljós að þýðandinn virðist ekki telja sig þurfa að fylgja frumtextanum út í
æsar, enda styttir hann frásögnina til muna (nema um afglöp afritara sé að
ræða). Setningarnar innan hornklofa hér á eftir er ekki að finna í TPSJ+J.
[Hæc omnia in domino nostro Iesu christo impleta: quæ transacta
sunt: et quæ nondum facta sunt implebuntur ita: sicut prophetata
sunt]. Ait enim Isaias: Surgent mortui: et resurgent omnes: qui in
monumentis sunt [si interroges: quid erit cum resurexerit. Dicit
Dauid audisse se deum loquentem: quidnam: ut probetis ita esse
audite quid dicat: Semel locutus est deus duo hæc audiui:] quia
potestas dei est: et tibi domine misericordia: quia tu reddes singulis
secundum opera eorum (Mombritius, 39).
Sama frásögn hljóðar svo í Jakobs sögu A og er frásögn B svotil sam-
hljóða:
En þa es þesser hluter aller ero fylder oc framcomner i drotne vorom
Jesum Cristum, þeir es liþner ero, oc muno fyllasc þeir er enn ero
eigi framcomner, sva sem Isaias melte: Up muno risa dauþer oc
vacna þeir es i grovom ero. En ef ér vilit vita, hvat þa mon verþa,
es dauþer menn risa up, þa hlyþet ér en(n), qvaþ Jacobus, þvi, er
David lezc heyrt hafa af goþe, þessa tvenna hluti: Goþ hever velde,
drottenn, oc miscunna þu, þviat þu munt gialda hveriom sem einom
eftir vercom sinom (Unger A, 527 og Unger B, 517).
JAKOBS SAGA POSTOLA