Gripla - 20.12.2010, Page 258
GRIPLA258
Á þessum stað í Jakobs sögu A (og einnig B) er þýðingin mun nákvæmari
en sú sem er að finna í TPSJ+J, og er svo víðast hvar.
Hvað snertir innskotssetningarnar á latínu í TPSJ+J er enda á et cet.,
virðist gert ráð fyrir að þeir sem lesi söguna eða hlýði á lestur hennar hafi
ekki aðeins til að bera einhverja þekkingu á latínu, heldur sé einnig kunn-
ugt um hvernig framhald setningarinnar er. Er því nokkuð augljóst að
TPSJ+J hefur verið þýdd og „endursamin“ sérstaklega með klaustur eða
klerklærða menn í huga.
En það er á fleiri sviðum sem TPSJ+J víkur frá Pseudo-Abdiasi, því að
ósjaldan er gripið til skrúðmælgi og hefur þá frásögnin tilhneigingu til að
belgjast út og verður tónninn jafnvel annar en í Pseudo-Abdiasi. Má nefna
eftirfarandi sem dæmi.
Venientia autem dæmonia ubi Iacobus orabat: ululatum in aera
habere coeperunt dicentia: (Mombritius, 37).
Í Jakobs sögu A hljómar það svo, og er Jakobs saga B þar samhljóða:
En dioflarnir como þar es Jacobus var a bønum oc toco at ýla i lofti
os melto (Unger A, 524–525 og Unger B, 515).
Öðruvísi er farið með þessa setningu í TPSJ+J og fær hugarflugið byr
undir báða vængi.
Nu sem uhreinir andar hafa heyrt sitt rendi, fara þeir með skiotri
raas i nalægð við þann stað, sem blezaðr Jacobus postoli er fyrir a
bæn sinni. En þat er þeim var boðit, at binda postolann, tekr þeim
eigi greiðliga, þviat engill guðs af himnum tilkomandi talmar þeira
ferð i loptinu, setiandi alla i gloandi rekendr, sva at þeir mattu sik
hvergi ræra. Taka þeir nu at æpa ok yla með ogurligri röddu, þviat
þeir brenna heitt ok makliga fyrir sina dirfð ok ofstopa. En meðr
þvi at þeir skilia, hvaðan af þeim leiðir þenna bruna, kalla þeir hatt i
loptinu aa Jacobum postola ok segia sva (Unger TPSJ+J, 574).
Frásagan þenst ekki aðeins út, heldur er svo að sjá sem þýðandanum finnist
hann þurfa að gera hana fyllri, útskýra og færa til betri vegar. Einnig lítur