Gripla - 20.12.2010, Page 260
GRIPLA260
fyrri titilinn „De Calixto papa capitulum“ (Unger, 703); er hann lagður í
munn ritstjóranum. Hið sama gildir um seinni eftirmálann, „Fines33
miraculorum“ (Unger, 707). Í þessum seinni eftirmála kemur fram hvers
lesandinn (eða hlustandinn) á að hafa orðið vísari eftir lesturinn á jarteikna-
bókinni. Og ekki aðeins á henni, heldur frásögunni allri af postulanum.
Lesandanum á að vera orðið ljóst að sigrar postulans byggjast á „riddara-
skap“ hans og að hann hafi ekki aðeins sigrað á jörðu niðri, heldur og „þat
riki, er stendr fyrir ofan himnana“. Svo á postulinn að hafa „undir sik lagt
Galiciam ok alla Hyspaniam“. Og síðan er bætt við:
þar meðr þionar honum aull vestrhalfan flockum farandi, kriupandi
ok bidiandi, iafnan boðandi maðr manni, at Jacobus postoli Jo -
hannis broþir er hinn milldazti maðr i aaheitum, astuðigr sinum
pilagrimum... (Unger TPSJ+J, 707).
Með öðrum orðum, Jakob postuli er sigursæll bardagamaður jafnt á himni
sem á jörðu (Márabani). Á hann er gott að heita og enn betra að gerast píla-
grímur hans. Lesandinn þarf hreint ekki að velkjast í vafa um ágæti post-
ulans og helgi grafar hans í Santiago de Compostela.
Kraftaverkin tuttugu og tvö sem frá er sagt í Annarri bók Codex
Calixtinus er öll að finna í TPSJ+J að þremur undanskildum. Er um að
ræða kafla IX, XII og XXI. Aðeins eitt þeirra kraftaverka sem frá er sagt í
TPSJ+J er ekki fyrir hendi í Codex Calixtinus. Er um að ræða ellefta
kraftaverkið, og er það að finna í 106. kafla (Unger, 693).
Röð kraftaverkanna er framan af svotil eins í hvoru verki fyrir sig,
TPSJ+J og Codex Calixtinus. Að vísu kemur III. kafli Codex — og þar með
þriðja kraftaverkið — ekki fram fyrr en í 109. kafla TPSJ+J (Unger, 689),
en sá kafli inniheldur fjórtánda kraftaverkið í því riti. Það ríkir því ekki
alger töluleg speglun milli kraftaverkanna. Til dæmis svarar sjöunda krafta-
verkið í TPSJ+J (Unger, 689) til VIII. kafla og kraftaverks í Codex
Cakixtinus (270). En milli XV. kafla og þess XVIII. (Codex, 275–282)
brenglast röðin alvarlega, það er að segja, ef gengið er útfrá Tveggja postula
sögu Jóns og Jakobs.
33 Þannig skrifað.