Gripla - 20.12.2010, Síða 261
261
Tvö: Önnur bók Codex
Codex: XV. k. (275), 15. kraftaverk
– – –: III. k. (263), 3. – – – –
– – –: XVI. k. (276), 16. – – – –
– – –: XXII. k. (286), 22.– – – –
– – –: Fimmta bók Codex (400)34
Átjánda, nítjánda og tuttugasta kraftaverkið í norrænu þýðingunni (Unger,
699–702, kaflar 113, 114 og 115) svara efnislega og tölulega til kraftaverk-
anna í Codex Calixtinus. En þegar kemur að tuttugasta og fyrsta kraftaverki
í TPSJ+J verður aftur breyting á. Þess ber þó að gæta að í Tveggja postula
sögunni er gefið til kynna að eðli og forsendur kraftaverkanna muni breyt-
ast. Það kemur fram í fyrirsögn kafla 116: „Verdr madr braddaudr fyrir
helgibrot vid Jacobum.“35
Í kafla 116 og 117 (Unger, 702–703) er því aðeins sagt frá „neikvæðum
kraftaverkum“ og hefur kafli 116 að geyma eitt slíkt kraftaverk, en kafli 117
fjögur. Með öðrum orðum, þeir sem verða uppvísir að því að gera á hlut
postulans Jakobs hljóta verðskuldaða refsingu. Raunar er alltaf um sama
brotið að ræða þótt refsingarnar séu mismunandi. Fólk vanvirðir hátíðisdag
postulans með því að vinna þann dag.
Sagt er frá helgibrotunum á annan hátt en „jákvæðu kraftaverkunum“.
Frásögurnar af þeim síðarnefndu eru rækilegri og líflegri og nostrað er við
ýmis smáatriði. Frá helgibrotunum er hins vegar sagt eins og um væri að
ræða upptalningu eða skýrslugerð og lítið sem ekkert gert til að gæða þær
frásögur lífi.
Eins og ofar segir, hafa kaflar 116 og 117 í TPSJ+J að geyma frásagnir af
fimm helgibrotum og eru þau hluti af jarteiknabókinni. Þessi sömu helgi-
brot eru hins vegar ekki hluti af Jarteiknabók Codex Calixtinus sem er
Önnur bók verksins, þau er öll að finna í Fyrstu bókinni, kafla II (20–21),
og eru aðeins lítill hluti kaflans sem er mjög langur. Þau eru því látin standa
utan við Jarteiknabók Codex Calixtinus eins og kraftaverkið sem frá er sagt
34 Þetta kraftaverk er ekki að finna í Jarteiknabók Codex Calixtinus, í Annarri bók verksins,
heldur er sagt frá því í Fimmtu bók þess. Kraftaverkið er hins vegar hluti af Jarteiknabók
TPSJ+J.
35 Hér bregður fyrir stafsetningu sem ekki er í samræmi við þá stafsetningu sem annars er
notuð í TPSJ+J.
JAKOBS SAGA POSTOLA
Eitt: TPSJ+J
TPSJ+J: 13. kraftaverk (Unger, 695, k. 108)
– – – – : 14. – – – – – (Unger, 695, k. 109)
– – – – : 15. – – – – – (Unger, 696, k. 110)
– – – – : 16. – – – – – (Unger, 698, k. 111)
– – – – : 17. – – – – – (Unger, 699, k. 112)