Gripla - 20.12.2010, Page 264
GRIPLA264
ur í bragði. Um það bil mánuði síðar kemur hann til baka og gengur fram-
hjá gálganum þar sem sonur hans hangir enn. Sonurinn kallar þá til föður
síns. Postulinn Jakob hafði haldið undir hann allan þennan tíma til að snar-
an hertist ekki að hálsi hans og gætt hann „himneskum sætleika“.
Samkvæmt frásögn Codex Calixtinus tekur við dómstóll götunnar og heng-
ir ríka manninn, en í TPSJ+J dæmir dómarinn, sem upphaflega hafði farið
með málið, ríka bóndann til dauða. Frásögn Codex Calixtinus lýkur á því að
minnt er á að þeir sem telji sig kristna skuli halda sig frá að pretta
náungann, vilji þeir komast í dýrð drottins. En í TPSJ+J segir:
Þilik ero verk drottins fyrir ast ok elsku vina sinna, at saklauss lifi
með fagnaði, en sakaðr bondi hangi haðuliga með skömm ok eilífu
brigzli... hvat er allt geriz i guðs lofi ok haleitu rettlæti (Unger,
687).
Dreginn er sitthvor lærdómurinn af sömu sögunni í þessum tveimur ritum.
Frásaga norrænu þýðingarinnar (og á ég þá við frásagnarlist hennar) tekur
að ýmsu leyti fram þeirri sem Codex Calixtinus býður upp á í þessum kafla.
Frásagan í Codex er lausari í reipunum og svo er hún tilfinningahlaðin.
Með öðrum orðum, ber keim af „áróðri“. Einnig eru ofskýringar alláber-
andi.
Ok einn rikr maðr tekr þa i sitt hus ok gorir vel við þa meirr i
klokskap ok yfirbragði en saunnum goðvilia, þviat hann gefr þeim
um kvelldit vin at drecka, sva at þeir falla sofnir niðr þegar, en voro
aðr vegmoðir. Þessa neytir bondi sva, at hann rannsakar gyrðla þeira
ok finnr, at þeir hafa goða penningha. Gorir siðan rað til, at þetta
goðz skal allt undir hann bera, ok þar finnr hann til þa list, at hann
tekr .ii. silfrbolla af sialfs sins eign ok skytr niðr i hvarntveggia
packann, lętr sva liggja ok biða allt til morgins (Unger, 686).
cum diuiciarum suarum copiis deuenisse, ibique apud quendam
diuitem hospicium habuisse. Qui nequam sub pelle ouina
man suetudinem ouis simulans, accurate eos suscepit, uariisque
potibus, quasi sub hospitalitatis gratia, debriatos esse fraudulenter
compulit. Proh ceca auaricia, proh hominis mens nequam in malum
prona! Tandem peregrinis somno et crapula plus solito grauatis,