Gripla - 20.12.2010, Page 267
267
með goðum skipherra Frison at nafni. Ok sem þeir ero i miðiu hafi,
komu at þeim vikingaskip Sarracenorum. Þar fyrir er sa formaðr er
Auctus heitir (Unger, 689).
Endir þessarar jarteiknasögu er ekki heldur alveg samhljóða í Codex
Calixtinus og TPSJ+J.
en kuggr Frisonis liggr eptir i bliðum kyrrleik og tekr siþan þa hfn,
sem þeir mundu kiosa, með heilu ok hlldnu lofandi guð ok sælan
Jacobum postola (Unger, 690).
et Frisonus, uisitato dominico sepulcro, in eodem anno beatum
Iacobum in Gallecia adiit. A domino factum est istut et est mirabile in
occulis nostris. Regi regum Ieshu Christo domino nostro sit decus et gloria
in secula seculorum. Amen. (Codex, 270, leturbr. mín).38
Sögumaður Codex Calixtinus dáist að dýrð drottins og lofar hann og prísar.
Í TPSJ+J eru það pílagrímarnir sem lofa drottin. Allar jarteiknasögurnar í
fyrrnefnda ritinu enda á þann hátt, á lofgjörð um drottin sem endurtekin er
með mismunandi orðalagi. Formúlan í tilvitnuninni hér að ofan er lang-
oftast notuð. Sögumaður eða skrásetjari norrænu þýðingarinnar (Calixtus)
lofar ekki drottin á þennan veg. Sé lofgjörð að finna í lok frásagnar á jar-
teiknasögu eru það persónurnar sjálfar sem lofa guð eða postulann.
Foru þau siðan [bóndinn og kona hans] lofandi guð almáttigan ok
þann blezaða herra Jacobum postola, er yfir byðr Galiciam, en rikir
i Compostella meðr mikilli dyrð ok guðs lofi (Unger, 696).
Ofskýringar koma ósjaldan fyrir í Jarteiknabók Codex Calixtinus. Það er
eins og lesanda eða hlustanda sé ekki fyllilega treyst til að skilja hvað felst í
sögu þeirri sem verið er að segja. En einnig kemur fyrir að skýringar vanti
til að gera frásögnina fyllri. Í kafla XXII (Codex, 286), sem svarar til kafla
111 í TPSJ+J, er að finna frásögu þar sem annars vegar er ofskýrt og hins
vegar vanskýrt.39 Eins og þegar hefur verið greint frá fór pílagrímur einn
38 Þegar Frison hafði heimsótt gröf Herrans, fór hann sama ár til Galicia að heimsækja Jakob
sæla. Þetta gerðist fyrir tilstuðlan drottins og er undursamlegt í vorum augum. Lof og dýrð
sé konungi konunganna, Jesú Kristi, drottni vorum um aldir alda. Amen.
39 Sjá hér að framan, bls. 263.
JAKOBS SAGA POSTOLA