Gripla - 20.12.2010, Page 277
277
á að til eru handrit sem eru talin vera styttri gerð af Liber Sancti Jacobi.
Þýski fræðimaðurinn Adalbert Hämel nefndi þá gerð Libellus sancti Iacobi.48
Hún er til í allmörgum handritum og eru þau sögð að meira eða minna leyti
frábrugðin hvert öðru. Reyndar bendir Díaz y Díaz á að eiginlega sé gert
ráð fyrir, og ekki að mjög athuguðu máli, að Libellus-gerðin sé afsprengi
Liber-gerðarinnar. Hann álítur að því gæti verið öfugt farið, að lengri gerð-
in, Liber Sancti Jacobi, hafi verið samin með hliðsjón af styttri gerðinni,
Libellus sancti Jacobi.49 Hvernig sem því var háttað hlýtur að vakna sú
spurning hvort þessi síðarnefnda gerð hafi borist til Norðurlandanna. Eins
og fram er komið tel ég það heldur ólíklegt og að þættirnir eða ræðurnar
hafi lifað nokkuð sjálfstæðu lífi þar til farið var að safna þeim kerfisbundið
og fella í stór safnrit, hvort sem það var gert á Íslandi eða annars staðar. Við
það má bæta að í Libellus-gerðinni er lögð rík áhersla á Karlamagnús og
kappa hans sem dóu píslarvættisdauða í Rúnzival, það er að segja, á
Turpins-krónikuna, sem er að finna að hluta í Karlamagnús sögu, og ekki
nema að takmörkuðu leyti í TPSJ+J. En hafi einhvern tíma verið til Libellus
sancti Iacobi á Íslandi, hefur þeirri gerð svipað til sögunnar af Jakobi í
Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs, en auðvitað hefur hún verið samþjöppuð
frásögn og ekki sundruð eins og hún birtist í postulasögum Skarðsbókar.
Hvað sem þeim vangaveltum líður er þó ein staðreynd mikilvæg, íslensku
sögurnar um Jakob postula eiga sér latneska fyrirmynd í einu og sama rit-
inu – Codex Calixtinus.
HEIMILDIR
Útgáfur
Postola sögur, udgivne af C.R. Unger. Udgiven som universitetsprogram for Andet
Semester 1873. Christiania: 1874. Í þessari útgáfu er Jakobs saga postola (513–
535) og einnig Tveggia postola saga Jons ok Jakobs (536–711).
Karlamagnús saga ok kappa hans. Udgivet af C.R. Unger. Program til I. Semester
1859. Christiania: 1860.
Islandske Annaler indtil 1578. Udg. af Dr. Gustav Storm. Christiania: 1888.
Liber Sancti Jacobi, „Codex Calixtinus“ I. Texto. Walter Muir Whitehill afritaði og
gaf út. Santiago de Compostela: MCMXLIV.
Texto del manuscrito Codex Calixtinus conservado en la Catedral compostelana. Liber
Sancti Jacobi, „Codex Calixtinus“. Traducción por los profesores A. Moralejo,
48 Díaz y Díaz, El Códice, 38.
49 Díaz y Díaz, El Códice, 40.
JAKOBS SAGA POSTOLA