Gripla - 20.12.2010, Page 313
313GULLKÁRSLJÓÐ OG HRAFNAGALDUR
Hér munar sáralitlu á línum 1 og 3 og eðlilegast er að túlka það þannig að
–r sé alltaf atkvæðisbært í þessum kvæðum. Þetta er athyglisverð niður-
staða því að í rímum eftir sömu skáld er –r venjulega ekki atkvæðisbært í
lok línu.9 Reglan sem lýst var hér að ofan virðist því ekki gilda í fornyrð-
islagi.
Nú getum við skoðað kvæðin sem hér eru til umfjöllunar.
Hrafnagaldur Gullkársljóð
meðaltal án –(u)r 4,20 (4,13–4,26) 4,61 (4,56–4,67)
meðaltal –r 3,30 (3,11–3,49) 4,25 (4,06–4,45)
meðaltal –ur 4,37 (4,19–4,54) 5,32 (5,14–5,51)
Í Hrafnagaldri er munurinn á línum 1 og 3 innan óvissumarka og eðlilegt er
að túlka það þannig að –r sé atkvæðisbært í kvæðinu.
Erfiðara er að meta Gullkársljóð, þar ná öryggisbilin ekki saman, hvort
sem miðað er við atkvæðisbært eða óatkvæðisbært –r. Tölurnar eru þó
töluvert nær því að ná saman fyrir óatkvæðisbært –r og kvæðið virðist því
nær fornu kvæðunum að þessu leyti en þeim nýju. Tvær skýringar virðast
helst koma til greina:
1) Gullkársljóð hafa upphaflega haft óatkvæðisbært –r en hafa raskast
talsvert í munnlegri geymd svo að nú virðist sem –r sé atkvæðisbært
í svo sem þriðjungi tilfella.
2) Gullkársljóð eru ort á þeim tíma þegar breytingin á –r var nýkomin
upp og ekki orðin algild.
Ítarlegri rannsóknir á kveðskap 14.–16. aldar þarf til að hægt sé að túlka
tölurnar sem hér eru sýndar af öryggi. Til bráðabirgða virðist mér þó eðli-
legast að túlka gögnin þannig að Gullkársljóð séu ort fyrir 1400 en Hrafna-
galdur eftir.
2.5 Tökuorð og ungar orðmyndir
Ein leið til að aldursgreina texta er að skoða aldur tökuorða í honum. Þessi
aðferð gefur betri raun eftir því sem textinn er lengri og hentar til dæmis
9 Ég hef til samanburðar skoðað Sjálfdeilur eftir Hall Magnússon (Lbs 2030, 4to), Ármanns
rímur eftir Jón lærða (Jón Helgason 1948) og Júditar rímur eftir Einar í Eydölum (Jón
Torfason og Kristján Eiríksson 2000).