Gripla - 20.12.2010, Page 336
GRIPLA336
Grein Springborg olli ákveðnum vatnaskilum því auk þess að bæta við
skrifaraflóru 17. aldar þá kollvarpaði hún útreikningum Sigurðar Nordal
um hlutföll varðveittra íslenskra miðaldahandrita gagnvart glötuðum.
Sömuleiðis leystist vandamál varðandi textahefð Jónsbókar. Fyrrgreind
Jónsbókarhandrit, sem talin voru frá 16. öld, höfðu villt um fyrir fræði-
mönnum sem töldu þau forrit hinnar prentuðu Jónsbókar frá 1578 þegar
hún var í raun forrit þeirra.2
Það sem er hins vegar einna athyglisverðast við Bjarna er að hann var
bóndi og handverksmaður sem framleiddi Jónsbókarhandrit fyrir nærsveit-
unga sína gegn gjaldi, hvort sem það hefur verið í formi vöruskipta eða
peninga. Hann virðist því ósnortinn af fornmenntastefnunni. Bjarni skrifar
upp texta landslaganna á bókfell af sömu ástæðu og aðrir bændur sem hagir
voru á málm eða tré smíðuðu ílát, verkfæri eða annað sem samsveitunga
þeirra vanhagaði um. Vegna kunnáttu og orðspors hans sem skrifara fengu
menn, sem kynnst höfðu anda fornmenntastefnunnar, Bjarna svo til liðs
við sig og þá skrifaði hann m. a. sögur, rímur og kvæði á pappír.
Springborg gerði sér mat úr þeim mögru upplýsingum sem Bjarni lét
uppi um sig í handritunum en hann er skiljanlega frekar beinaber í þeirri
mynd sem þar er dreginn upp af honum. Hér á eftir er ætlunin að bæta
meira holdi á beinin með því að greina frá ætt hans, ævihlaupi og aðstæð-
um. Jafnframt verður sérstaklega hugað að ýmsum þáttum tengdum
Jónsbókarframleiðslu hans. Lykillinn að þessu er dómsmál sem Bjarni var
viðriðinn en í því koma fram upplýsingar sem fylla út í myndina af þessum
dularfulla og afkastamikla skrifara. Byrjað verður á því að rekja gang máls-
Helgasonar 30. júní 1969 (Reykjavík: Heimskringla, 1969), 289–314, sjá einnig Peter
Springborg, „Fra Snæfjallaströnd,“ Opuscula IV, Bibliotheca Arnamagnæana 30 (København:
Munksgaard, 1970), 366–368; og Peter Springborg, „Antiqvæ historiæ lepores – Om
renæssancen i den islandske håndskriftproduktion i 1600-tallet,“ Gardar 8 (1977): 76–77.
Ég þakka Guðrúnu Ásu Grímsdóttur og Má Jónssyni fyrir yfirlestur.
2 Sigurður Nordal, „Time and vellum. Some remarks on the economic conditions of the early
Icelandic literature,“ M.H.R.A. Annual bulletin of the modern humanities research association
24 (november 1952): 18–19, sbr. Springborg, „Nyt og gammelt fra Snæfjallaströnd,“ 311;
Már Jónsson, „Inngangur,“ Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og
endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578, útg. Már Jónsson, Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar 8 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004), 24. Þar kemur þó ranglega fram að
ártalið á NKS 340 8vo hafi verið 1532 en réttara mun vera 1552 samkvæmt tilvitnuðum stað,
sbr. Jónsbók. Kong Magnus Hakonssons lovbog for Island vedtaget paa Altinget 1281 og réttarbætr
de for Island givne retterbøder af 1294, 1305 og 1314, útg. Ólafur Halldórsson (København:
[s.n.], 1904), xlix.