Gripla - 20.12.2010, Page 339
339
ljóst hvað gerðist næst en Ari sýslumaður bar ofannefndan dóm undir
Halldór Ólafsson lögmann á Berufjarðarþingi í Barðastrandarsýslu 3. maí
1636. Halldóri og öðrum góðum mönnum þótti dómurinn bæði nýtur og
myndugur og setti lögmaður nafn sitt undir hann því til staðfestingar.6
Snæfjallaprestur skrifaði Gísla biskupi Oddssyni og leitaði ráða um mál
sonar síns. Það bréf hefur ekki varðveist en í svarbréfi frá 11. júlí 1636 segir
Gísli biskup slík mál vandalausra nógu vandmeðfarin að ekki sé minnst á
þegar einhver náskyldur manni eigi í hlut. Biskup kveðst ókunnugur mál-
inu að öðru leyti en því er fram komi í bréfi prests en hafi frétt að Halldór
lögmaður hafi samþykkt dóm Ara. Hann geti því ekki tjáð sig frekar um
það en segir að sjálfur myndi hann setja hvern þann út af sakramentinu sem
fallið hefði á löglega dæmdum eiði. Að lokum segist hann hafa meðtekið
kirkjudalinn sem séra Jón hafði sent honum.7
Málið var tekið til umfjöllunar á alþingi 1. júlí 1637. Þar var dómurinn
lesinn upp í lögréttu og greinir Páll Gíslason alþingisskrifari stuttlega frá
málsatvikum en segist ekki hafa fengið að vita hvað var ályktað þar að lút-
andi.8
Ókunnugt er um framhald málsins þangað til það var tekið fyrir á
héraðsprestastefnu í Garpsdal í Gilsfirði 11. september 1639 í vísitasíuyfir-
reið Brynjólfs Sveinssonar, nývígðs Skálholtsbiskups, um Vestfirði. Þar
greinir Ari sýslumaður frá málavöxtum. Hann segir að Bjarni hafi áður
gerst sekur um hjúskaparbrot og þá einnig boðist að sverja fyrir. Nú hafi
honum aftur verið dæmdur séttareiður sem þó sé ekki enn fram kominn.
Bjarna sé því haldið utan við heilagt sakramenti og aflausn því hann haldi
fram sakleysi sínu. Prestastefnan mæltist til þess að sýslumaður gerði skyldu
6 Innihald dómsins er rakið eftir Lbs 65 II 4to, bl. 144v–146r, sjá viðauka hér að aftan. Um
ástæður þess að Halldór lögmaður var staddur á Berufjarðarþingi, sjá Ólafur Davíðsson,
Galdur og galdramál á Íslandi, Sögurit 20 (Reykjavík: Sögufélag, 1940–1943), 139.
7 AM 244 4to, bl. 172r. Um sakramentis afsetningu, sjá Björk Ingimundardóttir, „Sett út af
sakramentinu,“ Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi (Reykjavík:
Kvennasögusafn Íslands, 2001), 140–151. Í svarbréfi Gísla biskups segir hann að séra Jón
hafi skrifað sér um áburð „ónýtrar húsgangsstelpu“ á Bjarna son sinn. Hér er að sjálfsögðu
um gildishlaðið orðalag að ræða hjá presti en vel má vera að Guðrún hafi verið á vergangi og
leitað ölmusu hvort tveggja á Bæjum og Vatnsfirði áður en að eiginkona Bjarna réði hana
í vist á Mýri. Ráð hennar til að binda enda á áleitni húsbónda síns var óvenju snjallt. Hún
náði hári úr skeggi hans og ætlaði að nota það til að sýna fram á óeðlilega nærgöngli hans
í hennar garð en Bjarni náði því af henni áður en til þess gat komið, sbr. AM 244 4to, bl.
172r; Lbs 65 II 4to, bl. 145r.
8 Alþingisbækur Íslands V, 500.
NÝTT AF BJARNA JÓ NSSYNI LÖ GBÓ KARSKRIFARA