Gripla - 20.12.2010, Side 342
GRIPLA342
Jóns og Sesselju konu hans. Þar segir nefnilega að Bjarni hafi borið fram
vitnisburðarblað Sveins og Steinunnar Ólafsbarna og að þau hafi verið þre-
menningar, þ. e. skyld í þriðja lið sem þýðir að þau hafi átt sameiginlegan
langafa og/eða langömmu. Hver einstaklingur á tvo afa og tvær ömmur og
fjóra langafa og fjórar langömmur. Það þýðir að átta manns koma til greina
sem skurðpunktur ættar þeirra Ólafsbarna og Bjarna Jónssonar. Sveinn
Ólafsson bjó á Bæjum á Snæfjallaströnd og kona hans var Ingibjörg, dóttir
séra Þórðar Brandssonar í Hjarðarholti, en á meðal barna þeirra var séra
Þórður (1623-1667) fræði- og hugvitsmaður. Minna er kunnugt um
Steinunni en hún hefur e. t. v. búið að Unaðsdal því samkvæmt jarðabók
Norður-Ísafjarðarsýslu frá 1658 þá átti hún fjórðung í jörðinni á móti séra
Jóni Arasyni og Vatnsfjarðarkirkju sem átti helmingshlut.13
Foreldrar Sveins og Steinunnar voru þau Ólafur Finnsson og Sigríður
Sveinsdóttir. Finnur, faðir Ólafs, var sonur Ólafs Guðmundssonar sýslu-
manns í Þernuvík og konu hans Þorbjargar Guðmundsdóttur lögréttu-
manns í Snóksdal Finnssonar. Móðir Ólafs var Hildur Snorradóttir en um
foreldra hennar er ekki annað kunnugt en föðurnafnið. Sveinn, faðir Sig-
ríðar, var sonur Jóns Þorbjarnarsonar á Sæbóli og konu hans Guðrúnar,
dóttur Narfa Ívarssonar ábóta á Helgafelli. Móðir Sigríðar var Guðrún
yngri, dóttir Ólafs Eiríkssonar og Birgítar Jónsdóttur. Skurðpunktarnir
átta eru því föðurmegin: Ólafur Guðmundsson og Þorbjörg Guð munds-
dóttir og Snorri með óþekktu föðurnafni og óþekkt kona hans. Móður-
megin eru það hins vegar Jón Þorbjarnarson á Sæbóli og Guðrún Narfa-
dóttir og Ólafur Eiríksson og Birgít Jónsdóttir.14
Ættrakning þessi framkallar því miður engin augljós svör við því hvar
ættir Bjarna og þeirra Ólafsbarna skerast. Ef horft er til ættarmótsins eins
samans þá mætti benda á að faðir Birgítar var Jón Þorláksson en bróðir
13 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár V, 114; AM 211b 4to, bls. 13. Á alþingi árið 1587 lýsir
Ólafur Finnsson, faðir Sveins og Steinunnar, lögmála á sex hundraða hluta í Unaðsdal, sbr.
Alþingisbækur Íslands II, útg. Jón Þorkelsson (Reykjavík: Sögufélag, 1915–1916), 97.
14 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir II, 491, 605–606; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár
frá landnámstímum til ársloka 1940 I (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948), 320;
Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III, 101; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá
landnámstímum til ársloka 1940 IV (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1951), 46–47;
Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár V, 90–91; Annálar 1400–1800 III, 458; „Ritgerð
Jóns Guðmundssonar lærða um ættir o. fl.,“ Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að
fornu og nýju III, útg. Hannes Þorsteinsson (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag,
1902), 707.