Gripla - 20.12.2010, Page 347
347NÝTT AF BJARNA JÓ NSSYNI LÖ GBÓ KARSKRIFARA
Nánari umfjöllun um séra Jón er að finna í ritinu Prestasögur um Skál-
holtsbiskupsdæmi eftir séra Jón Halldórsson í Hítardal (1665–1736). Þar
kemur þó ekkert fram um ættir hans en þess m. a. getið að hann hafi verið
mikið hraustmenni og tvíkvæntur. Fyrri kona hans, sem hann átti börn sín
með, er ekki nafngreind en seinni kona hans er sögð hafa verið Guðrún
Brynjólfsdóttir.24 Ekki er ljóst hvaðan Daði hefur upplýsingar sínar um
þriðju eiginkonu séra Jóns Þorleifssonar. Þangað til það kemur í ljós er
hins vegar vænlegast að treysta vitnisburði Hítardalsklerka um að eiginkon-
urnar hafi aðeins verið tvær.
Burtséð frá því hvort Guðrún Brynjólfsdóttir hafi verið önnur eða þriðja
kona séra Jóns er unnt að ákvarða hvenær þau gengu í hjónaband. Í bréfi
frá 27. maí 1614 vottar séra Sveinn Símonarson, prófastur að Holti í
Önundarfirði, að séra Jón Þorleifsson hafi goldið sér tvo ríkisdali í bisk-
upstíundir vegna konu sinnar Guðrúnar Brynjólfsdóttur. Greiðslan var
eftir 20 hundruð í jörðinni Höfða og lausafé Guðrúnar. Sveinn prófastur
getur þess að Oddur biskup Einarsson hafi falið sér innheimtu tíunda í
þessum hluta sýslunnar og ennfremur að sekta eða jafnvel lögsækja þá sem
tregðuðust við að gjalda. Fram kemur að Guðrún hafði ekki goldið bisk-
upstíund í þrjú ár en að það hafi hvorki verið af þrjósku né óvilja heldur
sökum misskilnings því hún taldi sig prestsekkju eftir fyrri mann sinn séra
Ísleif Styrkársson. Með bréfi sínu kvittar prófastur þau fyrir greiðslu bisk-
upstíundar þriggja síðastliðinna ára og hlífir þeim við sektum fyrir góðlát-
lega bón séra Jóns.25 Af þessu má ráða að séra Jón hafi kvænst Guðrúnu
þremur árum áður, þ. e. 1611, því er hún giftist á ný var hún ekki lengur
prestsekkja og þ. a. l. ekki lengur undanskilin greiðslu biskupstíundar.
Dánarár séra Jóns er óþekkt líkt og fæðingarár hans en í Íslenzkum
æviskrám er þess getið að hann virðist enn vera á lífi 17. ágúst 1643. Það er
(Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2008), 206 og II, 318,
371–372.
24 Lbs 175 4to, bl. 344v–345r. Um heimildir þær er Daði fróði hefur nýtt sér við ritun
prestaævanna, sjá Jón Jónsson, „Daði Níelsson „fróði“. Aldarminning,“ Skírnir 84 (1910):
125–126. Upplýsingarnar hefur Jón úr formála Daða auk þess sem hann segir að sjá megi
á mörgum frásögnunum hvaðan Daði hefur fengið þær. Á meðal þess sem Jón segir hann
hafa notað eru margar ættartölubækur sem skiljanlega er ekki nógu nákvæmt til að ganga
úr skugga um hvaðan heimild Daða fyrir þriðju konu séra Jóns er komin.
25 AM 253 4to, bl. 100v (bls. 200). Umræddur Höfði kann að vera Höfði í Mýraþingsókn
sem er 30 hundruð að dýrleika árið 1710, sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
VII (Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn, 1940), 60–61.