Gripla - 20.12.2010, Page 348
GRIPLA348
byggt á vísitasíu Brynjólfs biskups sem þá fór fram á Snæfjöllum en þar
bregður fyrir nafni séra Jóns í sambandi við bók sem hann hafði fengið
kirkjunni upp í reikning hennar. Þar sem ekki er talað um hann sem sál-
aðan eða heitinn þá hefur sú ályktun verið dregin að hann virðist hafa verið
á lífi er vísitasían fór fram. Það má vel vera en er alls ekki víst. Þannig er
þess ekki getið að Guðbrandur biskup Þorláksson (d. 1627) sé látinn þegar
gjafar hans til kirkjunnar er getið í sömu vísitasíu. Líklegt verður þó að telj-
ast að séra Jón sé einmitt dáinn á þessum tímapunkti og hafi verið það í
nokkur ár enda stendur séra Tómas Þórðarson kirkjureikning Snæfjalla
undanfarinna þriggja ára sem þýðir að hann hafi tekið við brauðinu árið
1640.26 Einnig má benda á að séra Jón skildi við Snæfjöll í verra ásigkomu-
lagi en hann tók við þeim og þurftu erfingjar hans að svara fyrir það eins og
komið verður að síðar. Því máli eru gerð skil í vísitasíubók Brynjólfs bisk-
ups og þess aldrei getið að séra Jón sé látinn þegar minnst er á hann þar þó
nær öruggt megi telja að svo sé.
4. Hagir Bjarna
Bjarni Jónsson er líkast til fæddur á Stað á Snæfjallaströnd og þar hefur
hann væntanlega alist upp allt til fullorðinsára. Óhætt er að segja að upp-
vaxtarár hans á Snæfjallströnd hafi verið viðburðarík. Hann var, ásamt öðru
heimilisfólki, ásóttur af afturgöngu. Sömuleiðis hefur hann tæpast komist
hjá því að heyra af og jafnvel berja augum baskneska hvalveiðimenn sem
fóru um sveit hans með gripdeildum en var að endingu ráðinn bani í Æðey
og Sandeyri sem var næsti bær við Snæfjöll.
Árið 1611 lést Jón bróðir Bjarna á voveiflegan hátt og var talinn ganga
aftur. Af dauða hans hefur séra Jón í Hítardal þetta að segja rúmlega hundr-
að árum eftir atburðinn: „Jón hrapaði úr fjalli af snjóskafli ofan fyrir sjóar-
hamra og dó, haldið að aftur hefði gengið, sá Snjófjalladraugur var mesta
26 ÞÍ. Biskupsskjalasafn A II, 6, bls. 82–83. Í fyrstu vísitasíureið sinni um Vestfirði árið 1639
sleppti Brynjólfur biskup að vísitera Árnes í Trékyllisvík, Stað á Snæfjallaströnd, Stað í
Grunnavík og Stað í Aðalvík, sbr. Guðrún Ása Grímsdóttir, „Biskupsstóll í Skálholti,“ Saga
biskupsstólanna. Skálholt 950 ára – 2006 – Hólar 900 ára ([Akureyri]: Hólar, 2006), 230–
231 en þar má sjá þær kirkjur er biskup vísiteraði og bera má það saman við vísitasíu hans
1643, sbr. 231–234. Talið er að séra Tómas hafi vígst aðstoðarprestur séra Jóns á Snæfjöllum
árið 1628, sbr. Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár V, 19–20.