Gripla - 20.12.2010, Side 349
349NÝTT AF BJARNA JÓ NSSYNI LÖ GBÓ KARSKRIFARA
meinvætti og gjörði margt illt.“27 Þetta er elsti vitnisburður um hvernig
dauði Jóns atvikaðist og að hann hafi gengið aftur sem Snæfjalladraugurinn.
Til eru fjórir samtímavitnisburðir um að draugagangur hafi verið á
Snæfjöllum í byrjun 17. aldar. Tveir þeirra greina að einhverju leyti frá því í
hverju hann fólst. Þannig segir Pétur Einarsson (1597–1666) lögréttumaður
á Ballará í annál sínum við árið 1611: „Gekk draugur á Snæfjöllum, með
grjótkasti nótt og dag allan veturinn.“ Í riti sem séra Guðmundur Einarsson
(um 1568–1647) á Staðarstað setti saman árið 1627 kemur fram að draug-
urinn hafi opinberlega kastað torfum, beinum og steinum nótt jafnt sem
dag.28
Til þess að ráða niðurlögum draugsins leitaði séra Jón á Snæfjöllum
liðsinnis Þorleifs Þórðarsonar, eða Galdra-Leifa eins og hann var kallaður,
sem bjó á Garðsstöðum hjá Ögri, hinum megin Ísafjarðardjúps. Þeir séra
Jón hafa hugsanlega þekkst en maður með sama nafni gefur út viðurkenn-
ingarbréf, líkast til að forlagi séra Jóns, um vitnisburð Guðrúnar Jónsdóttur
15. nóvember 1595 að Snæfjöllum sem þegar er getið. Þorleifi tókst ekki að
kveða drauginn niður og því var Jón lærði Guðmundsson kallaður til en
hann dvaldi þá á Breiðafjarðarsvæðinu, lengst af á Skarði á Skarðsströnd en
einnig í Bjarneyjum og Ólafseyjum. Þetta var ekki fyrsta viðureign Jóns
lærða við drauga en áður hafði hann, að eigin sögn, hreinsað Ólafseyjar af
afturgöngu landnámsmannsins Geirmundar heljarskinns. Honum tókst að
kveða Snæfjalladrauginn í kútinn með kvæðinu Fjandafælu án þess þó að
bana honum. Draugurinn sótti í sig veðrið og ári síðar var Jón mættur á
nýjan leik og kom honum endanlega fyrir með Snjáfjallavísum hinum síð-
ari.29
27 Lbs 175 4to, bl. 345r. Þessi frásögn er tekin upp í Prestaæfir Daða fróða og fleiri slík
söfn, vindur upp á sig og ratar svo í þjóðsagnasöfn, sbr. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri.
Safnað hefur Jón Árnason I. Ný útgáfa, útg. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson
(Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1954), 251–252; Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað
hefur Jón Árnason III. Ný útgáfa, útg. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson (Reykjavík:
Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1955), 329–330.
28 Annálar 1400–1800 III, 191, en þaðan er bein tilvitnun tekin. Sjá einnig Einar G. Pétursson,
Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Þættir úr fræðasögu 17. aldar I, Rit 46 (Reykjavík: Stofnun
Árna Magnússonar á Íslandi, 1998), 65–66 en þar birtir hann allar fjórar samtímaheimild-
irnar um draugaganginn. Þar á meðal er frásögn Jóns Ólafssonar Indíafara sem talar um
uppvakning en getur ekki ærsla hans, aðeins að þau hafi bæði verið furðanleg og skelfileg. Í
fáorðri frásögn sinni af sama atburði minnist Björn Jónsson á Skarðsá aðeins á að afturganga
hafi verið þreifanleg á Vestfjörðum.
29 Einar G. Pétursson, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða I, 65–67, 107–111. Um Þorleif