Gripla - 20.12.2010, Síða 355
355NÝTT AF BJARNA JÓ NSSYNI LÖ GBÓ KARSKRIFARA
áður að falla í þeirra hlut og bendir á að í landslögum sé gert ráð fyrir
öreigaskuld. Einnig verði að athuga hvort erfingjunum hafi ekki gefist fjár-
munir að heiman af feðrum sínum eða þeir fengið eitthvað að erfðum eftir
þá. Hafi svo verið, þó þeir fjármunir séu nú þrotnir, þá eigi kirkjan ávallt
sitt tilkall „… og þó hér hún ekki niðri nái, muni hún þó enn annars staðar
niðri ná.“ Loks hvetur biskup séra Tómas að koma málinu sem allra fyrst
undir veraldlegan dóm.40 Óvíst er hvort af því hafi orðið en ekki hafa
fundist heimildir um hvernig málinu lauk.
Af þessu virðist hins vegar mega ráða að séra Jón Þorleifsson hafi dáið
skyndilega og því ekki afhent séra Tómasi, sem var aðstoðarprestur hans
frá 1628, staðinn formlega. Erfingjar hans virðast hafa komið sér undan því
að gera upp við séra Tómas en orðið á endanum að standa skil á kirkju-
skuldinni og hefur Bjarni talað máli þeirra á prestastefnu í Súðavík 1. júní
1649. Þetta mál sýnir einnig vel stöðu Bjarna en erfingjar séra Jóns eru
sagðir fátækir og jafnframt eru orð biskups um öreigaskuld athyglisverð.41
Þegar Bjarni neyddist til að hætta búskap á Mýri hefur hann líklega
farið að Skarði sem vinnumaður fyrir tilstuðlan föður síns er hafði bygging-
arráð yfir jörðinni sem var í eigu kirkjunnar á Snæfjöllum. Bjarni er kom-
inn að Skarði fyrir víst árið 1640 en þá skrifar hann upp Grágás fyrir séra
40 ÞÍ. Biskupsskjalasafn A II, 6, bls. 252–255. Bein tilvitnun af bls. 254. Hafi séra Jón og séra
Greipur verið hálfbræður, eins og Ágúst Sigurðsson vill meina, þá gæti það skýrt hvers
vegna séra Jón gekk ekki harðar eftir því að erfingjar séra Greips bættu Snæfjallakirkju það
sem glatast hefði í embættistíð hans.
41 Skuld erfingja séra Jóns við Snæfjallakirkju fólst í tilgenginni kirkju, auk slitinna og
burthorfinna kirkjugripa. Í prestasögum séra Jóns í Hítardal er þess getið að séra Tómas
Þórðarson hafi verið mikill skipasmiður en þegar vísiterað var 15. ágúst 1643 lagði hann fram
kirkjubót sem þeim Brynjólfi biskupi kom saman um að meta skyldi til átta hundraða. Við
það varð kirkjan skuldug séra Tómasi en hann lofaði biskupi að reikna henni ekki bótina
til skuldar er hann skildi við hana. Að því búnu lýsti biskup séra Tómas og erfingja hans
öldungis kvitta við kirkjuna, sbr. Lbs 175 4to, bl. 345r; ÞÍ. Biskupsskjalasafn A II, 6, bls.
82, 216. Með kirkjubót séra Tómasar hafa erfingjar séra Jóns væntanlega orðið skuldlausir
við kirkjuna en í staðinn orðið skuldugir séra Tómasi um upphæðina. Í 7. kafla kaupabálks
Jónsbókar eru tvennskonar ákvæði um öreigaskuld. Hið síðarnefnda virðist eiga betur við
stöðu Bjarna en samkvæmt því skyldi öreiginn tekinn í gæslu og frændum hans boðið að
leysa hann undan skuldinni á þingi. Ef þeir gerðu það ekki skyldu þingmenn dæma öreig-
ann til að vinna skuldina af sér, sbr. Jónsbók. Lögbók Íslendinga, 214. Nú vill svo til að tvö
handrit með hendi Bjarna tengjast séra Tómasi. Annað, AM 116 II 8vo, er talið úr eigu hans
en hitt, AM 109a I 8vo, hafa þeir skrifað í sameiningu, sjá Springborg, „Nyt og gammelt
fra Snæfjallaströnd,“ 289, 291–292. Það er því spurning hvort séra Tómas hafi látið Bjarna
skrifa upp handrit til að vinna af sér öreigaskuldina.