Gripla - 20.12.2010, Page 360
GRIPLA360
Sigurðsson sem fram til þess hafði haldið Stað á Snæfjöllum.51 Það mætti
því gera sér í hugarlund að séra Jón hafi tekið með sér laus skinnblöð úr
Snæfjallagrallaranum til Rafnseyrar og notað þau til að binda inn embætt-
isbækur kirkju sinnar. Þetta fær þó ekki staðist þegar skinnblaðið er skoðað
því brot þess er ekki aflangt kvartó eins og Árni Magnússon lýsti broti
Snæfjallagrallarans.
Jón prestur á Snæfjöllum kemur einnig talsvert við bréfagerð og er hans
oft getið á meðal votta. Nokkur þessara bréfa eru skrifuð á Snæfjöllum og
er meira en líklegt að séra Jón hafi verið þar að verki en því miður eru þau
flest aðeins varðveitt í afritum. Þannig stendur séra Jón eflaust að baki við-
urkenningarbréfi Þorleifs Þórðarsonar að vitnisburði Guðrúnar Jónsdóttur
um að landspartur utan við klyftina á milli Skarðs og Æðeyjar tilheyri
Skarði. Það bréf er skrifað á Snæfjöllum 15. nóvember 1595. Einnig er varð-
veitt vitnisburðarbréf Bjarna Jónssonar á sölu á 3 ½ hundraði í jörðinni
Höfðaströnd í Grunnavíkursókn, með ráði Dýrfinnu Björnsdóttur móður
sinnar, til Andrésar bróður síns fyrir fimm hundruð í peningum. Bréfið er
skrifað á Snæfjöllum og settu þeir séra Jón Þorleifsson og Grímur
Tómasson innsigli sín undir það næsta laugardag eftir boðunardag Maríu
árið 1606. Þann 24. ágúst, eða á Barthólómeusmessu, 1623 í Sauðlauksdal
kallaði Ari Magnússon sýslumaður saman sex menn til vitnis um jarða-
skipti á milli móður sinnar Ragnheiðar Eggertsdóttur og Kristínar systur
sinnar. Þó að séra Jón hafi ekki verið í þessum sex manna hópi er bréfið
skrifað á Snæfjöllum á síðasta degi ársins 1623. Að endingu er að geta skipta
eftir séra Snæbjörn Torfason sem fram fóru 28. ágúst 1621 á Kirkjubóli í
Langadal. Ari Magnússon var viðstaddur skiptin sem Þóra Jónsdóttir,
ekkja séra Snæbjarnar, stóð fyrir. Skiptabréfið sjálft er hins vegar ekki
skrif að fyrr en þremur árum síðar eða þann 19. janúar 1624 að Snæ fjöll-
um.52
Varðveitt eru tvö skjöl í frumriti sem séra Jón Þorleifsson kemur að og
votta um gerninga sem fram fóru 17. ágúst 1602 á Kirkjubóli í Langadal. Sjá
má af prestafjöld og nærveru Odds biskups Einarssonar að hann hefur
verið á yfirreið um Vestfirði og líkast til haldið prestastefnu að Kirkjubóli.
51 Jakob Benediktsson, Skrá um skinnblöð í Landsbókasafni Íslands. Handritasafn Lands-
bókasafns. II. aukabindi, viðauki (Reykjavík: Landsbókasafn Íslands, 1959), 4; Páll Eggert
Ólason, Íslenzkar æviskrár III, 69, 263.
52 AM Dipl. Isl. II, 4. Apógraf nr. 2353; AM Dipl. Isl. V, 15. Apógraf nr. 5229; AM Dipl. Isl.
V, 16. Apógraf nr. 5366; Lbs 787 4to, bls. 71–72.