Gripla - 20.12.2010, Page 366
GRIPLA366
Óljóst er hvað kaupendurnir hugðust fyrir með bækurnar en þeir greiddu
séra Páli Björnssyni 7½ ríkisdal fyrir. Af þessu má þó sjá að gnætt ónot-
hæfra kaþólskra skinnhandrita lá á lausu og þau voru því föl hvort sem
menn hugðust nota þau til að viðhalda latínunni eða endurnýta til bóka-
gerðar.
Nærri má geta að fjárhagslegur ávinningur hafi legið að baki bókfells-
framleiðslu Bjarna á texta landslaganna. Jónsbók var prentuð á Hólum
1578, 1580 og aftur um 1620. Samkvæmt minnis- og reikningabók Guð-
brands biskups virðist sem hann hafi selt óbundin eintök á 40 álnir (1⅓
dal) en bundin á 10 aura (2 dali). Jón Ólafsson úr Grunnavík greinir frá því
að Gísli Jónsson í Melrakkadal (d. 1670) hafi skrifað lögbækur fyrir
Strandamenn og selt eintakið á 10 aura. Hann segir að Gísli hafi skrifað
stuttar orðskýringar á spássíur lögbóka sinna en engin ummerki þess er að
finna í AM 47 8vo sem er eina varðveitta Jónsbókarhandritið með hendi
hans. Þar skeytir hann orðskýringum aftan við þá kafla lögbókarinnar þar
sem orðin koma fyrst fyrir og fellir þau jafnvel inn í miðjan textann. Þessar
orðskýringar eru þó fæstar eftir Gísla sjálfan heldur Björn Jónsson á
Skarðsá.65
Gísli í Melrakkadal bauð því auk Jónsbókartextans skýringar við hann
en seldi eintakið á sama verði og Guðbrandur biskup seldi innbundin ein-
tök af hinni prentuðu Jónsbók. Jónsbókarhandrit rituð á skinn voru þó
seld fyrir enn hærra verð eins og sjá má á MS Icel. 43 í handritasafni
Harvardháskóla. Þar er á ferðinni Jónsbókarhandrit á skinni sem hefur lík-
ast til verið skrifað 1566 en það ártal er að finna á síðasta blaði handritsins.
Skrifarinn er óþekktur en annað handrit með hendi hans er að finna í
Þjóðarbókhlöðu Frakka í París þar sem það er skráð MS Ancien (Regius)
8175 í skandinavískri deild innan safnsins. Harvardhandritið var á Vest-
fjörðum í upphafi 18. aldar en Snæbjörn Pálsson lögréttumaður á Mýrum í
Dýrafirði skrifaði nafn sitt í það og hið sama hefur sonur hans Hákon gert
65 Steingrímur Jónsson, „„Núpufellsbók.“ Gömul, prentuð lögbók án útgáfustaðar og árs,“
Ritmennt 2 (1997): 37, 50; Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi
III (Reykjavík: Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, 1924), 712; Jón Þorkelsson, „Þáttur af
Birni Jónssyni á Skarðsá,“ Tímarit hins íslenzka bókmenntafjelags 8 (1887): 74, sjá einnig
Lögbók Íslendinga. Jónsbók 1578, facsimile edition with an introduction in english by Ólafur
Lárusson, Monumenta Typographica Islandica III (Copenhagen: Levin & Munksgaard,
1934), 55; Gísli Baldur Róbertsson, Birtu brugðið á dimm fornyrði lögbókar. Um skýringar
Björns á Skarðsá yfir torskilin orð í Jónsbók (Heimspekideild Háskóla Íslands 2004, ópr.
M.A.-ritgerð í sagnfræði), 92–97.