Gripla - 20.12.2010, Page 367
367NÝTT AF BJARNA JÓ NSSYNI LÖ GBÓ KARSKRIFARA
árið 1729. Einnig er þar að finna eignayfirlýsingar frá fyrri hluta 17. aldar
þar sem fram kemur að Jón Þorsteinsson hafi keypt handritið af Jóni
Þórðarsyni og gefið 15 aura fyrir. Ekki er getið hvenær kaupin fóru fram en
Jón gaf síðar Þorsteini syni sínum, sem bar nafn afa síns, bókina. Hann
skrifar svo eignayfirlýsingu sína í bókina árið 1652.66 Af þessu má ráða að
Jónsbókarhandrit skrifað á skinn hafi kostað 15 aura á fyrri hluta 17. aldar
eða 5 aurum meira en pappírshandrit og innbundnar prentaðar bækur af
sama texta.
Við þetta má bæta að átt hefur verið við ártöl tveggja af þremur Jón s-
bókarhandritum Bjarna. Þannig er ártalið 1284 að finna í Trinity College
Dublin L. 3.23 og hefur verið breytt úr 1634 en í NKS 1931 4to hefur ártal-
inu verið breytt úr 1631 í 1531. Ártal þriðja Jónsbókarhandritsins, NKS 340
8vo, er torlæsilegt því tölurnar í hundraðs- og tugasætunum eru nær horfn-
ar en útfjólublátt ljós staðfestir að þar hafi staðið ártalið 1652. Með hliðsjón
af hinum tveimur handritunum mætti því ætla að einnig hafi staðið til að
eiga við ártal þess en svo mun þó hins vegar ekki vera. Springborg telur
Bjarna saklausan af athæfinu og að síðari eigendur hafi breytt ártölunum í
ágóðaskyni. Þeir hafi svo selt handritin grandalausum útlendingum sem
höfðu ekki kunnáttu til að koma auga á kaupfoxið enda höfnuðu öll hand-
ritin í söfnum utan landsteinanna.67
Það verður að teljast óvenjuleg tilviljun að ártöl tveggja handrita sama
skrifara hafi verið fölsuð án þess að hann eigi sjálfur þar nokkurn hlut að
máli. Reyndar er ólíklegt að Bjarni hafi breytt ártalinu á NKS 1931 4to því
þar tilgreinir hann nafn sitt, hvar verkið var unnið og hvenær. Það hefur þó
að öllum líkindum þurft meira til að blekkja viðtakandann, sem sjálfur
kynni að hafa átt við ártalið, en rætt verður um hann síðar. Í handritinu
Trinity College Dublin L. 3.23 er hins vegar ekki greint frá hver skrifaði né
hvar og aðeins er getið hvenær handritið var skrifað, þ. e. 1634. Miðað við
það sem nú er vitað um Bjarna og aðstæður hans á þessum tímapunkti
þyrfti ekki að koma á óvart þótt hann hafi sjálfur breytt ártalinu til að eiga
í sig og á eftir að hafa misst fé sitt.
66 Shaun F.D. Hughes, Skrá um íslensk handrit í Harvard. Ljósrit af vélriti varðveitt á
Árnastofnun í Reykjavík, án ártals, ópr., 83–84.
67 Springborg, „Nyt og gammelt fra Snæfjallaströnd,“ 297–298, 306, 308–309.