Gripla - 20.12.2010, Page 374
GRIPLA374
Ofannefndar gamlar dómabækur hefi ég átt, en síðan selt herra
landsyfirréttar assessor J. Péturssyni, hvers eign þær eru nú. Að
öðru leyti keypti ég þær úr sterfbúi assessor sál(uga) Gröndals,
en merki fannst á þeim, er leiddi til líkinda um, að þær einhvern
tíma hefðu verið eign landfóg(eta) Skúla Magnússonar. Arnarstapa
1851.80
Ef minni Bjarna amtmanns er treystandi þá átti Skúli fógeti (1711–1794)
Lbs 65 4to sem síðar komst í eigu Benedikts Gröndals Jónssonar yfirdóm-
ara (1762–1825). Steingrímur Jónsson biskup (1769–1845) er svo síðasti
eigandi þess og hefur hann væntanlega keypt það er handrit og bækur
Gröndals voru boðnar upp að honum látnum. Handritið var nr. 29 í safni
Steingríms biskups sem var tæp 400 bindi. Við dauða biskups 1845 buðu
erfingjar hans Stiftsbókasafninu, sem varð síðar að Landsbókasafni með
nafnabreytingu 1882, handritasafnið til sölu og var gengið að kaupunum ári
síðar.81
Næst er að nefna AM 200 4to sem er í tveimur hlutum og með sjálf-
stæðu blaðatali en í fyrri hlutanum er að finna safn réttarbóta. Í seinni hlut-
anum er m. a. rit sem Magnús Magnússon sýslumaður á Eyri við Seyðis-
fjörð tók saman og nefndi: „Analecta juridica Islandiæ, eður ýmislegs
íslensks lagaréttar registrum, ágrip og inntak að því fljótara sérhvort finn-
ast megi.“ Fram kemur á titilblaði að Magnús hafi sett ritið saman árið 1675
en það sé nú skrifað upp að nýju árið 1702 að Holti við Önundarfjörð. Á
saurblaði framan við bókina er að finna eignayfirlýsingu séra Sigurðar
Jónssonar í Holti og ártalið 1704. Sigurður var prófastur í Holti og sonur
séra Jóns Arasonar í Vatnsfirði sem var sonur Ara Magnússonar í Ögri.
Magnús á Eyri var sonur Magnúsar Jónssonar í Haga sem var sonur Jóns
eldra Magnússonar sýslumanns í Dölum. Ari og Jón eldri voru bræður og
séra Sigurður og Magnús því náskyldir.82
Árni Magnússon var á ferð um Vestfirði sumarið 1710 og kom m. a. við
í Holti þar sem hann fékk fjölda handrita að láni hjá séra Sigurði eins og
skrá sem gerð var af því tilefni, 16. ágúst 1710, ber vott um.83 AM 200 4to
80 ÞÍ. Skjalasafn Öxarárþings. Dómasafn 1326–1685. Óskráð.
81 Ögmundur Helgason, „Handritasafn Landsbókasafns 150 ára, 1846–1996,“ Ritmennt 2
(1997): 10–12.
82 Annálar 1400–1800 III, 1, 162–163, 225.
83 Már Jónsson, Árni Magnússon. Ævisaga, 272–273; AM 211a 4to, bls. 67–73.