Gripla - 20.12.2010, Side 394
GRIPLA394
Landnámu.9 Kafli í Landnámu um leysingja Auðar djúpúðgu, og lönd sem
hún gaf þeim er einungis varðveittur í Sturlubók. Í Hauksbók vantar þenn-
an kafla og í brotinu úr Melabók er aðeins þetta eftir um Vífil: ‘Vífill hét
hinn fjórði leysingi Auðar .. ; hann bjó í Vífilsdal ...’
Í Sturlubók (sjá Íf. I, 140–42) eru leysingjarnir og lönd sem Auður
fékk þeim talin réttsælis í þessari röð: Ketill ‘frá Skraumuhlaupsá til
Hörðadalsár’. — Hörður (Hörðadal). — Vífill (Vífilsdal). — Hundi (Hunda-
dal). — Sökkólfur (Sökkólfsdal). — Erpur (Sauðafellslönd). En í heimild
þeirri sem er stuðst við í Stb hefur Vífill verið nefndur síðastur af þeim sem
Auður gaf lönd, sem er augljóst af þessari setningu: ‘Vífill hét leysingi
Auðar; hann spurði þess Auði, hví hon gaf honum øngvan bústað sem
ǫðrum mǫnnum.’ (Íf. I, 141). Björn M. Ólsen taldi að í elstu gerð Landnámu
hefðu lönd sem Auður djúpúðga gaf vinum og leysingjum verið talin frá
landnámsbæ hennar, Hvammi í Dölum, og í röð sem hafi tekið mið af
landslagi.10 Að mínu viti hefur Björn áreiðanlega rétt fyrir sér að lönd þau
sem Auður gaf sínum mönnum hafi í elstu gerð Landnámu verið talin frá
landnámsbæ hennar, Hvammi í Dölum, en hinsvegar virðist mér einsætt að
landslag hafi þar engu ráðið um röðina, heldur einungis það, að horfa frá
þeim stað þaðan sem löndunum var úthlutað.
III
Sameiginlegt einkenni á því sem vænta má að í elstu heimildum hafi verið
skráð um bústaði þá sem þau Þórólfur Mostrarskegg og Auður djúpúðga
völdu sér í sínum landnámum, er að út frá þeim hafa önnur landnám verið
talin, á einn veg frá Hvammi, bæ Auðar, og væntanlega farið andsælis, en
til beggja átta frá bæ Þórólfs, annars vegar líklega andsælis, en hinsvegar
réttsælis. En því munar, að Auður gaf öðrum mönnum af sínu upphaflega
landnámi, en þess er ekki getið í varðveittum heimildum um Þórólf. Samt
sem áður verður að teljast líklegast að hann hafi numið land út eftir
Snæfellsnesi allt til Grundarfjarðar og inn eftir nesinu til Langadalsár og
fengið sínum mönnum, og öðrum er síðar komu, lönd innan þessara
9 Björn M. Ólsen. Aarbøger 1908, 151: ‘Efter min mening stammer de fleste af de paraleller,
der findes mellem Laxd. og vore Landn.-recensioner fra den oprindelige Landnáma-tekst,
som ligger til grund for disse og tillige for den Landn.-tekst, som Laxd. har benyttet.’
10 Íf. I, 141; Björn M. Ólsen, Aarbøger 1908, 158–163.