Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 92
GRIPLA92
Egils sögu sjálfri er bl. 69v nánast ólæsileg og næsta síða (70r) er máð og
torlesin að hluta. Á bl. 69v er fremri dálkurinn sérstaklega erfiður við-
ureignar og hefur engum tekist að lesa hann til fulls. Finnur Jónsson
(1858–1934) gat þó lesið því sem næst allar torlæsilegu síðurnar þegar hann
undirbjó útgáfu sögunnar árið 1886.7 Í glímunni við torráðna staði kom
Finni að góðu haldi sú aðferð að væta blöðin, en eftir daga Finns hefur sú
aðferð ekki tíðkast.8 Jón Helgason sagði:
Í sjálfri sögunni mun mega komast fram úr öllum vondum blað -
síðum nema einni, 69v (FJ 6021–659). Að vísu hefur Finnur Jónsson
lesið hana alla, að undanteknum efstu línum fremra dálks, en það
gengi furðuverki næst ef hvergi skeikaði. Ástæðan til að þessi
blaðsíða er svo torlesin virðist ekki einungis sú að fyrri menn
hafa bleytt hana eins og þeirra var vandi, heldur er þvílíkast sem á
hana hafi verið borinn einhver óþverri í von um að letrið skýrðist.
Árangurinn hefur orðið sá að ljósagaldur sem víða annars kemur að
forkunnargóðu haldi, er þarna öldungis ónýtur; stafirnir gera ekki
annað en kafa ennþá dýpra ofan í sortann.9
Með „ljósagaldri“ átti Jón við notkun á útfjólubláu lampaljósi. Í slíku
ljósi er blek handritanna dökkt en skinnið lýsist upp (ljómar) og textinn
verður greinilegri en í venjulegri birtu. Útfjólublá ljómun fer ekki vel
með skinnhandrit og hún er ekki lengur í almennri notkun. Árangurinn
sem ná má með þessari aðferð má þó sjá af ljósmyndum sem teknar voru
við útfjólublátt ljós á árum áður, meðal annars af torlesnum síðum í
Möðruvallabók.
Jón Helgason vakti athygli á að til eru eftirrit af Egils sögu í Möðru
vallabók sem voru skrifuð meðan hún var heil. Með notkun þessara eftirrita
mætti fá nálega allan texta sögunnar. Jón vakti þannig vonir um að finna
7 Egils saga Skallagrímssonar tilligemed Egils större kvad, útg. finnur jónsson, samfund til
udgivelse af gammel nordisk litteratur, 17. b. (kaupmannahöfn: samfund til udgivelse af
gammel nordisk litteratur, 1886–88).
8 johnny finnssøn Lindholm, „den bekendte vand-metode,“ í Margarítur hristar Margréti
Eggertsdóttur fimmtugri 25. nóvember 2010, ritstj. Guðvarður Már Gunnlaugsson et al.
(Reykjavík: Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, 2010).
9 jón Helgason, „Athuganir um nokkur handrit egils sögu,“ í Nordæla: Afmæliskveðja til
prófessors, dr. phil. & litt. & jur. Sigurðar Nordals ambassadors Íslands í Kaupmannahöfn sjötugs
14. september 1956, ritstj. Halldór Halldórsson et al. (Reykjavík: Helgafell, 1956), 143.