Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 185
185
horn á enninu og fætur sem geitur, en staðfestinguna á tilvist þeirra fær
hann hjá heilögum Antoníusi.55 Sciopodes nefnir ísidór einnig, en þeir eru
einfótungar og þó fara þeir hratt yfir. Þeir eru úr eþíópíu.56 Antipodes eða
andfætingar eru úr Líbýu57 og svo mætti áfram telja.58 eþíópía var stórt
svæði á miðöldum og náði ekki aðeins norðar en það gerir í nútímanum59
heldur og yfir allt landsvæði sunnan sahara. Þaðan koma einnig þeir drekar
sem ekki voru úr Indíum samkvæmt ísidór, en þeir eru flokkaðir með de
serpentibus.60 Hann nefnir einnig iaculi sem eru fljúgandi snákar.61
Allar þessar skepnur hefur ísidór fengið að láni úr Naturalis historia
Plíníusar, og útlegginguna hefur hann frá Ágústínusi. Mikilvægi ísidórs
felst einkum í því að setja guðfræðilega túlkun Ágústínusar á hinum
margháttuðu þjóðum fram á einfaldan hátt sem náði til fleiri en áður hafði
þekkst; alfræði ísidórs verður almenn eftir útgáfu hennar á sjöundu öld
og allt fram yfir siðbót, og því er ástæða til að staldra sérstaklega við hana.
ísidór talar um ófreska kynþætti en flestir virðast þeir eiga meira sameig-
inlegt með mönnum en dýrum, að undanskildum hundshöfðunum sem
hann nefnir sérstaklega að séu fremur skepnur en menn, þótt hann fjalli
eftir sem áður um þá í elleftu bók alfræði sinnar sem ber heitið De homine
et portentis og fjallar um mannfólk fyrst og síðast. Hér er því ekki annað
55 Það segir hann altént en ég hef á þessari stundu ekki fundið heimildina. sjá Etymologies of
Isidore, 243–246.
56 einfótungar koma fyrir í Eiríks sögu rauða sem flestum íslendingum mun kunnugt, og er
þess að geta að Vínland var á þeim tíma talið vera í allt öðrum heimshluta en Grænland,
nánar tiltekið átti það að ganga út af Afríku, sbr. sverrir jakobsson, Við og veröldin, 263.
57 Þetta gæti bent til þess að ísidór telji Líbýu vera sunnan við miðbaug. Það er alveg ljóst að
þangað komst enginn maður og um það vitnar skrifari Stjórnar í Ágústínus og hafnar jafn-
framt tilvist andfætinga, sem talið var að gengju á hvolfi. til er saga af Alexander mikla að
þegar hann hafði gersigrað nyrðra heimshvelið þá vildi hann einnig sigra hið syðra, en þá
skárust máttarvöldin í leikinn og urðu honum að aldurtila. um þetta allt sjá david Ashurst,
„journey to the Antipodes: Cosmological and Mythological themes in Alexanders saga,“ í
Old Norse Myths, Literature and Society: Proceedings of the 11th International Saga Conference
2.—7. July 2000. University of Sydney, ritstj. Geraldine Barnes et al. (sydney: Centre for
Medieval studies, university of sydney, 2000).
58 Etymologies of Isidore, 245.
59 Heródótos telur allt landsvæðið sunnan af Aswan í egyptalandi nútímans vera eþíópíu.
60 Etymologies of Isidore, 255.
61 Etymologies of Isidore, 257. jakúlus kemur einnig fyrir í Yngvars sögu víðförla, en þar er hann
fljúgandi, eiturspúandi dreki sem þrátt fyrir allt virðist aðeins vera yfirborðslega skyldur
iaculum ísidórs. Yngvars saga víðförla, í Fornaldarsögur Norðurlanda, útg. Guðni jónsson et
al., 3 b. (Reykjavík: Bókaútgáfan forni, 1944), 3:5. k.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“