Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 291
291
og höfundur Fyrstu málfræðiritgerðarinnar.9 skáldið hefur væntanlega skilið
alla þá málshætti, sem það felldi inn í kvæði sitt, réttum skilningi og þar á
meðal þann sem hér um ræðir. en hvernig skildi skáldið orðið? Það vitum
við ekki með fullri vissu en trúlegt má telja að skáldið hafi skilið orðið sama
eða svipuðum skilningi og forfeður þess. Þessi ályktun gerir ráð fyrir því
að rétt sé með málsháttinn farið í Hávamálum og skáldið hafi annaðhvort
tekið hann úr því safni eða kunnað hann sjálfstætt. Merking málsháttarins
er ekki auðráðin í Málsháttakvæði en sennilegra virðist þó að orð rá þýði
‘horn, krókur, skot’ en ‘þverslá á siglutré’. Þetta má ráða af því hvernig með
sögnina að láta er farið í kvæðinu. fram kemur hjá sigurjóni Páli að hann
telur að sögnin að láta í Málsháttakvæði (12. v./1) merki ‘að gera’ í orðasam-
bandinu skips láta menn skammar rár, þ.e.: ‘menn gera skips rár stuttar’ og
andmælir hann finni jónssyni, sem þýðir það á eftirfarandi hátt: ‘menn
segja að rár skipsins séu stuttar’.10
Þetta hlýtur að teljast vafasamt þar sem finna má annað dæmi í Máls-
háttakvæði þar sem ljóst má vera að sögnin að láta merkir tvímælalaust ‘að
segja’ eða eitthvað í þá áttina. dæmið er úr 5. erindi kvæðisins, þ.e. fimmta
vísuorð þess: dýrt láta menn dróttins orð, en finnur jónsson þýðir svo: „man
siger, [leturbreyting höf.] at höjt er herrebud“, sem augljóslega er réttur
skilningur.11 finnur jónsson segir enn fremur um þessa tvo málshætti, þ.e.
dýrt láta menn dróttins orð og skips láta menn skammar rár í Lexicon poeticum:
„i bœgge disse tilfœlde betyder láta menn ‘man siger’, d. v. s. ‘ordsproget
lyder’.“12 sveinbjörn egilsson nefnir allmörg dæmi þess að sögnin að láta
merki: loqui, dicere, significare, ostendere.13 Hann þýðir dýrt láta menn drott-
ins orð þannig: ajunt, [leturbreyting höf.] jussum domini magni œstimandum
esse.14 sveinbjörn er hins vegar greinilega þeirrar skoðunar að rá í 74. vísu í
9 Ritunartími Fyrstu málfræðiritgerðarinnar er talinn vera á milli 1125 og 1175; sama rit,
22–33.
10 sigurjón Páll ísaksson, „skammar eru skips rár,“ 125, nmgr. 7. sigurjón Páll vísar hér enn
fremur til þess sem Hjalmar falk hafði haft um þessa ljóðlínu að segja, sjá „Hávamál strofe
74,“ Maal og Minne 14 (1922): 173–5. Hann endursegir meginatriðin á bls. 124–5.
11 Den norsk-islandske skjaldedigtning, 4 (B2):139.
12 sveinbjörn egilsson, Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis: Ordbog over det norsk-
islandske skjaldesprog, útg. finnur jónsson, 2. útg. (kaupmannahöfn: Møller, 1931), 363a.
13 sveinbjörn egilsson, Lexicon poëticum antiquæ linguæ septentrionalis (kaupmannahöfn:
societas regia antiquariorum septentrionalium, 1860), 495b.
14 sama rit, 116–17.
skAMMAR eRu skIPs RÁR