Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 153
153
hygg það valdi mestu hugarböli manna að þeir hafa ei rétta og fasta þanka
um forsjón Guðs. eg hefi teiknað mér upp þau erindi er í bréfinu yðar
standa. og eigi síður þykir mér fýsilegt að merkja hvað yður hefur áunnist
um plantager, þá eg var í súðavík um veturinn 1743–4 sýndi eg þeim aðferð
þeirra norðlensku að veiða rúpur í tögum, hvert sem þeir hafa brúkað hana
síðan eður ei. furðar mig á þeim ofvexti þér segið hafi orðið á maturtum,
káli og rófum; varla var von að plómutrén mundu þrífast en um pílana
var líklegra því þeir eru harðari í sér að bera af frostin eftir minni hyggju.
Hér er nú unglingur nokkur úr Húnavatnssýslu jón Grímsson að nafni
er lærir aldingarðakúnst. Merkilegt er og það þér segið um globum. Hina
síðuna þykir mér og skemmtun að því er þér skrifið um poëmata yðar og
líkar vel. ei veit eg hvað landar vorir hafa nýlega útgefið í lærðum sökum,
nema monsieur stephan Björnss(onar) dissertation á latínu og dönsku
de altimetria148; hann er einn við landmælingarnar.149 Relation hefur
komið frá þeim er sendir voru til Africam, þeir hafa verið við sinaifjall og
víðar, fundið að sönnu nokkrar orientaliskar inscriptiones og þykir ei so
mikið curiosum þar sem sumir peregrinantar150 hafa yfir gumað. eg er að
sönnu búinn að gjöra catalogum yfir scripta mín, ef sokallast, eg hefi gjört
hann löngu fyrr en þó eg hefi bætt nokkru við síðan, en eftir því sumt
mun þykja fánýtt þar í og óviðkomandi antiqvitætum sem sú danska mat -
lög unarbók í 8vo anno 1711, ni fallor útgengin í dönsku og undirjarðar-
reisa Climes er eg sneri úr þýsku fyrir jón sýslumann Benedictsson sett í
söguform,151 heimskudigtinn um svein Munksson þegar eg var um vetur-
inn hjá erl(endi) br(óður) m(ínum) og nokkuð af þeim sokölluðu tóbaks
discoursum152 þá eg var hinn veturinn á söndum í Miðf(irði) hjá frænda
148 Þ.e. um hæðarmælingar.
149 stefán Björnsson reiknimeistari (1721–1798), fyrrv. rektor Hólaskóla, kom til Hafnar 1755
og ílengdist þar. Hann gaf út nokkrar ritgerðir um heimspeki og stjörnufræði á árunum
1757–1760 og á jón hér líklega við eina þeirra. stefán vann við landmælingadeild danska
Vísindafélagsins við útreikninga á þríhyrningamælingum sem hófust fyrir alvöru vorið
1763. sjá Páll eggert ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, 5 b.
(Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948−52), 4:314–15; Einar Guðmundsson,
„stefán Björnsson reiknimeistari,“ Fréttabréf Íslenzka stærðfræðafélagsins 7, nr. 1 (1995):
12ff.
150 Þ.e. pílagrímar, ferðamenn.
151 Hér á jón við þýðingu sína á níels klim eftir Ludvig Holberg, sbr. jón Helgason, Jón
Ólafsson frá Grunnavík, 242–45.
152 sbr. jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 242.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“