Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 127
127
efni líkt kvæði eggerts en er jafnframt lofgjörð um það;24 þar á eftir kemur
ritgerð jóns, „Hugleiðingar um sótt og dauða íslenskunnar“.25
Þrem árum eftir að eggert kom til Hafnar sendi hann frá sér ritið
Enarrationes Historicæ de Natura et Constitutione Islandice Formatæ et
Transformatæ Per Eruptiones Ignis […] (kh. 1749), og 1751 annað rit um
eldfjöll, eða réttara sagt um hjátrú varðandi eldfjöll, De ortu et progressu
superstitionis circa Ignem Islandiæ subterraneum […] (kh. 1751)26 og til er
stutt hugleiðing eftir jón um hið sama í AM 998 4to, bl. 68r–69r, með
fyrirsögninni „Við monsieur eggert“ og hefur jón ætlað að ræða efnið við
hann. Þá má og geta þess að kennari eggerts eða præceptor í Höfn var
j. fr. Ramus, sem m.a. skrifaði um stjörnufræði og eðli norðurljósa,27 og
líklega þrem árum fyrir dauða sinn skrifaði jón stutta ritgerð um norður-
ljós.28
í riti sínu um eggert ólafsson segir Vilhjálmur Þ. Gíslason þetta um
jón ólafsson, eftir að hann hefur gert nokkra grein fyrir málfræði- og
fornfræða störfum eggerts:
Öll þessi störf eggerts skipa honum í fremstu röð fornfræðinga
og málfræðinga sinnar samtíðar. Þessum fræðum var að vísu öllum
ábóta vant. koma annmarkarnir ekki síst fram hjá fræðimanni eins
og jóni Grunn víking, sem fyrir erfiðar aðstæður og eðlisbresti sjálfs
sín verður að grúskara og fúskara, sem eftir langa æfi fellur frá
flestum verkum sínum á hálfköruðum reitingi, svo að fæst þeirra eru
verðmæt, nema orðabókardrögin og nokkrar ritgerðir. sumt í fari
jóns Grunnvíkings eru þó einkenni aldarfarsins í þessum efnum,
safneðlið, smásmyglin og lærdómsprjálið, og kemur einnig nokkuð
fram hjá þeim svefneyjarbræðrum eggerti og jóni og sr. Gunnari
Pálssyni. en að nokkuru leyti hafa þeir svefneyingar þó jafnframt
24 sbr. jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 306–08.
25 Bls. 30–31: „Animadversiones aliqvot, et paulo supor præsentis materiæ explanatio“; bls.
31–35: „Appendices duæ. qvarum pror agit de statu Reipublicæ“; bls. 35–44: „Appendix
posterior. de Causis Corruptelæ Lingvæ Islandicæ.“
26 sjá Vilhjálmur Þ. Gíslason, Eggert Ólafsson, 40–42.
27 sama rit, 33.
28 jón ólafsson úr Grunnavík, „Meiningar ýmislegar um það svokallaða norðurljós,“ útg.
Veturliði G. óskarsson, í Vitjun sína vakta ber: Safn greina eftir Jón Ólafsson úr Grunna-
vík, ritstj. Guðrún Ingólfsdóttir et al. (Reykjavík: Góðvinir Grunnavíkur-jóns og Há-
skólaútgáfan, 1999), 81–90.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“