Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 182
GRIPLA182
margháttuðu þjóðum Plíníusar eldri (d. 79 e.kr.) svo sem sést á því að hann
talar um að á „Blalande er þioð su er Panfagi heitir, þeir eta alt þat er tonn
festir a“, því þótt Plíníus skrifaði á latínu þá þýddi hann ekki heiti þjóð-
anna sem hann hafði frá Heródótosi (d. um 425 f.kr.) og öðrum grískum
sagnariturum sem fyrst fjölluðu um þær. Alfræðirit Plíníusar í þrjátíu og
sjö bókum, Naturalis historia, átti að innihalda alla vitneskju heimsins í
fornöld og upplýsingar um hinar margháttuðu þjóðir er einkum að finna í
sjöundu bók. Þær eru oft kenndar við mataræði sitt, til dæmis anthropop-
hagi (mannætur), ichtiophagi (fiskætur) og áðurnefndar panphagi (alætur),
og er sú leið vafalítið farin til að ýta undir framandgervingu þessara þjóða
gagnvart hinni normalíseruðu siðmenningu sem Plíníus tilheyrir.40 Haukur
þekkir fleiri furðuþjóðir Plíníusar, svo sem Trogodite (hellisbúa), Cenocefali
(hundshöfða) og áðurnefnda Aptropofagi einsog þar stendur skrifað.41
nú er svo sem ekki óhugsandi að Haukur hafi haft heimildir sínar
annars staðar frá en frá Plíníusi beint þótt hafið sé yfir vafa að hann
er frumheimildin. Það sést hversu aðkallandi það hefur verið að svara
grundvallarspurningunni um tilvist ófreskra þjóða á því að Ágústínus
frá Hippó (354–430) leggur grunn að guðfræðilegri útskýringu á þeim.
Ágústínus vitnar í Plíníus um ófreskjur með aðeins eitt auga í miðju
enninu, ófreskjur sem geta börn fimm ára en deyja átta ára, einfættar
ófreskjur sem þó ná gríðarlegum hraða og kallaðar eru sciopodes o.s.frv.,42
og hvort sem Haukur þekkti verk Plíníusar eða ekki þá þekkti hann sann-
arlega Ágústínus þar sem hann vitnar beint til hans annarsstaðar í ritinu.43
niðurstaða Ágústínusar er sú að séu þessar ófresku þjóðir á annað borð til
þá séu þær skapaðar af Guði, og um hans smíð á maðurinn ekki að efast;
séu þær á hinn bóginn mennskar, þá eru þær sem aðrar þjóðir manna
komnar af Adam.
ísidór erkibiskup í sevilla (d. 636) tekur svo að segja beint við kefl-
inu frá Ágústínusi þegar hann talar um „ófreskar þjóðir“ í riti sínu Ety-
40 sbr. friedman, The Monstrous Races, 26−9.
41 Hauksbók, 165−7.
42 Heilagur Ágústínus, The City of God Against the Pagans, þýð. G.e. McCracken et al., 7 b.,
The Loeb Classical Library, 411.−417. b. (Cambridge, MA: Harvard University Press, 1965),
5:40−9 (bók XVI, kap. 8). Ágústínus færir sjaldnast fram sérstök heiti á þeim þjóðum sem
hann hefur til umfjöllunar („Cynocephali“ eru þar meðal undantekninga, sbr. 5:42), sem ýtir
heldur undir þann möguleika að Haukur hafi sínar upplýsingar frá Plíníusi beint.
43 sjá Hauksbók, 167.